top of page
LAB_8370.jpg

+354 416 0605

gudjon (at) liska.is

Guðjón L. Sigurðsson

Eigandi, lýsingarhönnuður IALD

Guðjón hefur starfað sem lýsingarhönnuður í meira en 30 ár og hefur fengið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir sín störf.  Guðjón hefur líka beitt sér fyrir því að gera lýsinguna sýnilegri í hönnun og hefur haldið námskeið og flutt fyrirlestra um lýsingu og ljósvist bæði hér heima og erlendis.

 

Guðjón hefur hlotið meistararéttindi í rafvirkjun og útskrifaðist sem rafmagnsiðnfræðingur árið 1987 og byrjaði strax að vinna hjá Rafteikningu hf sem síðar varð hluti af Verkís.  Allt frá árinu 1990 hefur Guðjón sótt fjölda ráðstefna, sýninga og námskeiða auk þess að hafa tekið þátt í uppbyggingu náms í lýsingartækni og lýsingarhönnun hér heima.  Guðjón er einn af stofnendum Lisku.

 

Guðjón er viðurkenndur sem faglegur lýsingarhönnuður frá alþjóðasamtökum lýsingarhönnuða, Professional Association of Lighting Designers (IALD).  Guðjón er einnig meðlimur í samtökunum Illuminating Engineering Society (IES) og Ljóstæknifélagi Íslands (LFÍ) þar sem hann gegndi meðal annars formennsku í nokkur ár.

 

Allt sem viðkemur lýsingu verður að ástríðu og þess vegna er Guðjón aldrei í vinnunni en þar fyrir utan hefur hann gaman af handbolta, spila bridge og ferðast um heiminn.

Sérsvið:

 • Hugmyndavinnsla og hönnun

 • Þarfagreiningar

 • Verkefnastjórnun

 • Kennsla/Fyrirlestrar

 • Útboðsgögn

 • Umsjón með uppsetningu lýsingar- og lágspennukerfa

 • Kostnaðaráætlanir

 • Eftirlit

Helstu forrit:

 • AutoCAD

 • DiaLUX

 • Excel

 • Word

bottom of page