


Örn er byggingaverkfræðingur með sérhæfingu í sjálfbærni bygginga og þá sérstaklega gagnvart dagsbirtuhönnun. Örn hefur einnig tileinkað sér umsjón og ráðgjöf varðandi upplýsingalíkön mannvirkja (BIM).
Örn stundaði nám við Háskóla Íslands og Konunglega Tækniháskólann í Stokkhólmi (KTH) þaðan sem hann útskrifaðist með mastersgráðu í byggingarverkfræði (e. M.Sc. Architectural Engineering).
Þegar Örn er ekki í vinnunni að greina dagsbirtu eða annað líkt tileinkar hann tímanum sínum ljósmyndun eða einhverskonar útivist en það eru hans helstu áhugamál.
Annað....
Sérsvið:
Teymið
ABOUT
TEAM
PROJECTS
NEWS
CONTACT
BROCHURE




+354 416 0602



reynir (at) liska.is
Reynir Örn Jóhannesson
Eigandi, lýsingarhönnuður
Reynir er lýsingarhönnuður sem hefur sérhæft sig í lýsingarútreikningum og gatnalýsingu.
Reynir er menntaður sem tækniteiknari og útskrifaðist árið 1998 og byrjaði sama ár að vinna hjá Rafteikningu (RT) sem er Verkís í dag. Reynir hóf nám í lýsingarfræði og lýsingarhönnun í Tækniskólanum og útskrifaðist árið 2010 og hefur síðan þá setið fleiri námskeið og fyrirlestra sem tengjast lýsingarhönnun. Reynir hætti störfum hjá Verkís árið 2016 og stofnaði Lisku með Þorvarði og Guðjóni.
Helsta áhugamálið er að njóta lífsins með fjölskyldunni og ferðast um heiminn. Reynir nýtur þess einnig að hlusta á góða tónlist, sjá leiksýningar og fara á tónleika. Markmið komandi ára er að komast oftar í veiði og þá helst að ná að veiða maríulaxinn. Við fjölskyldan eigum líka margar gæða stundir í sveitinni okkar.
Góðu vinur minn sagði: „lífið er of stutt til að vera sár eða leiður“ og þessum orðum tek ég mark á.
Sérsvið:
- Lýsingarhönnun
- Tækniteiknun
- Kostnaðaráætlanir
- Merking vinnusvæða
Helstu forrit:
- AutoCAD
- Revit
- Dialux EVO
- Illustrator