


Örn er byggingaverkfræðingur með sérhæfingu í sjálfbærni bygginga og þá sérstaklega gagnvart dagsbirtuhönnun. Örn hefur einnig tileinkað sér umsjón og ráðgjöf varðandi upplýsingalíkön mannvirkja (BIM).
Örn stundaði nám við Háskóla Íslands og Konunglega Tækniháskólann í Stokkhólmi (KTH) þaðan sem hann útskrifaðist með mastersgráðu í byggingarverkfræði (e. M.Sc. Architectural Engineering).
Þegar Örn er ekki í vinnunni að greina dagsbirtu eða annað líkt tileinkar hann tímanum sínum ljósmyndun eða einhverskonar útivist en það eru hans helstu áhugamál.
Annað....
Sérsvið:
Teymið
ABOUT
TEAM
PROJECTS
NEWS
CONTACT
BROCHURE




+354 416 0601



thorri (at) liska.is
Þorvarður G. Hjaltason
Eigandi, rafmagns- og rekstrariðnfræðingur
Framkvæmdarstjóri
Þorvarður eða Þorri eins og hann er gjarnan kallaður hefur víðtæka reynslu og hefur starfað sem raflagna og lýsingarhönnuður í rúm 30 ár.
Þorri útskrifaðist sem rafvirki frá FB árið 1984 og starfaði við þá iðn ásamt raflagnahönnun í hjáverkum til ársins 1999 þegar hann setti járnið og bítarann á hilluna og hóf störf hjá Rafteikningu (RT) sem er hluti af Verkís í dag.
Eftir 17 ára starf hjá RT/ Verkís kom hann að stofnun Lisku 2016 og gegnir framkvæmdastjórastöðu þess félag ásamt hönnun og verkefnastýringu.
Þorri sat í stjórn ÁR (Ákvæisvinnustofu rafiðnaðar) fyrir hönd FIR (Félag Íslenskar rafvirkja) í rúm 20 ár og er einn af hugmyndasmiðum þess að koma ákvæðisgrunni rafiðnaðarmanna yfir í nútímann á rafrænt form, ásamt því að einfalda og uppfæra ákvæðisvinnugrunninn.
Helstu áhugamál eru að sjálfsögðu að rækta það sem maður á innan sem utandyra, golf, útivist, fluguveiðar, ferðalög og allskyns smá verkefni sem aldrei er skortur á.
Motto Þorra er að leysa verkefnin í lausnum ekki í gegnum meltingaveginn.
Sérsvið:
- Raflagnahönnun
- Verkefnastjórnun
- Útboðsgögn
- Hönnunar og verkeftirlit
- Hönnun á lagnaleiðum, jarð- og sökkulskautum, lágspennukerfum, lýsingakerfum, fjarskiptakerfum, stjórnkerfum, öryggiskerfum og brunaviðvörunarkerfum.
Helstu forrit:
- AutoCAD
- HandCAD
- Dialux