Flokkur

Uncategorized @is

LAVA Center tilnefnt til lýsingarverðlauna Lighting Magazine 2019!

Eftir | Uncategorized @is | Engar athugasemdir

Lava Center hefur verið tilnefnt til lýsingarverðlauna tímaritsins Lighting Magazine en á hverju ári heldur tímaritið veglega verðlaunaafhendingu þar sem veitt eru verðlaun fyrir lýsingarhönnunarverkefni í alls 17 flokkum.

Flokkurinn sem Lava Center er tilnefnt til heitir Leisure Project of the Year en hér má sjá allar tilnefningarnar.

Verkefnið er samstarfsverkefni Lisku, Basalt arkitekta og Gagarín

Verslun ársins

Eftir | Uncategorized @is | Engar athugasemdir

Á dögunum hlaut verslun Bláa lónsins við Laugaveg 15 Njarðarskjöldinn 2018 sem verslun ársins en meðal annars er sagt í umsögn dómnefndar að „verslunin er stílhrein en á sama tíma hlýleg, björt og einstaklega fallega uppsett.“

Við hjá Lisku erum stolt af því að hafa séð um lýsingarhönnunina fyrir verslunina í samstarfi við Design Group Italia sem sá um hönnun innréttinga og Eflu sem sá um raflagnahönnunina.

Við óskum ennfremur Bláa lóninu innilega til hamingju með þessi verðlaun og hvetjum að sjálfsögðu alla til að kíkja í heimsókn í verslunina.

Bláa Lónið tilnefnt til lýsingarverðlauna Lighting Magazine

Eftir | Uncategorized @is | Engar athugasemdir

Bláa lónið eða The retreat at Blue Lagoon hefur verið tilnefnt til lýsingarverðlauna tímaritsins Lighting Magazine en á hverju ári heldur tímaritið veglega verðlaunaafhendingu þar sem veitt er verðlaun fyrir lýsingarhönnunarverkefni í alls 17 flokkum.

Flokkurinn sem Bláa Lónið er tilnefnt til heitir Hotel project of the year en hér má sjá allar tilnefningarnar.

Verkefnið var unnið af starfsmönnum Lisku í samstarfi við Basalt arkitekta og Design Group Italia

    

Myndir: Iguzzini

 

Bláa Lónið í nýjum Iguzzini bækling

Eftir | Uncategorized @is | Engar athugasemdir

Nýlega kom út veglegur bæklingur frá ítalska lampaframleiðandanum Iguzzini. Í bæklingnum má sjá myndir af nýja fimm stjörnu hóteli Bláa Lónsins, sem opnaði síðasta vor, þar sem lýsingu þess er gert hátt undir höfði. Það voru starfsmenn Lisku sem hönnuðu lýsingu hótelsins en hér má finna bæklinginn í heild sinni.

 

Myndir: https://www.iguzzini.com/downloads/