Liska fagnar nýjum liðsmanni!

Eftir | Uncategorized @is | Engar athugasemdir

Kristján Kristjánsson, lýsingarhönnuður MSLL, hefur ákveðið að ganga til liðs við okkur frá og með 1. júlí nk.  Kristján, eða Krissi eins og hann er oftast nefndur, á að baki langan og farsælan feril sem lýsingarhönnuður hjá Lumex, KSLD í Edinborg og Eflu.  Mörg spennandi verkefni bíða okkar og mun Krissi styrkja okkur á öllum sviðum á þeirri braut sem við erum að feta í ljósvistar- og lýsingarhönnun. Krissi er í fæðingarorlofi núna og nýtur þess að hlaða batteríin áður en hann tekst á við nýjar og gamlar áskoranir í nýju umhverfi.  Það er bjart framundan hjá Liskuteyminu!

 

Umfjöllun í LUX review

Eftir | Uncategorized @is | Engar athugasemdir

Nýlega birtist umfjöllun um lýsingu nýja fimm stjörnu hótels Bláa Lónsins, The Retreat at Blue Lagoon, í tímaritinu LUX review.

Í greininni er fyrst og fremst fjallað um hvernig lýsing er notuð til að vekja gesti hótelsins. Þannig hefur lampi sem er 1,2m í þvermál og er staðsettur bakvið dúk í lofti hótelherbergisins þann eiginleika að litarhitastigið breytist frá því að vera hlýtt í það að vera kalt eða um 5600K á fimm mínútum. Gestir hótelsins geta beðið um að fá slíka vakningu og vakna því við ljós en ekki við hljóð eins og algengara er.

Þessi sami lampi hefur svo fjölmargar stillingar sem gestirnir geta stýrt meðan á dvöl þeirra stendur, en meðal annars er hægt að kalla fram mismunandi litarhitastig og styrk birtu.

Hér má finna greinina í heild sinni

LAVA Center tilnefnt til lýsingarverðlauna Lighting Magazine 2019!

Eftir | Uncategorized @is | Engar athugasemdir

Lava Center hefur verið tilnefnt til lýsingarverðlauna tímaritsins Lighting Magazine en á hverju ári heldur tímaritið veglega verðlaunaafhendingu þar sem veitt eru verðlaun fyrir lýsingarhönnunarverkefni í alls 17 flokkum.

Flokkurinn sem Lava Center er tilnefnt til heitir Leisure Project of the Year en hér má sjá allar tilnefningarnar.

Verkefnið er samstarfsverkefni Lisku, Basalt arkitekta og Gagarín

Verslun ársins

Eftir | Uncategorized @is | Engar athugasemdir

Á dögunum hlaut verslun Bláa lónsins við Laugaveg 15 Njarðarskjöldinn 2018 sem verslun ársins en meðal annars er sagt í umsögn dómnefndar að „verslunin er stílhrein en á sama tíma hlýleg, björt og einstaklega fallega uppsett.“

Við hjá Lisku erum stolt af því að hafa séð um lýsingarhönnunina fyrir verslunina í samstarfi við Design Group Italia sem sá um hönnun innréttinga og Eflu sem sá um raflagnahönnunina.

Við óskum ennfremur Bláa lóninu innilega til hamingju með þessi verðlaun og hvetjum að sjálfsögðu alla til að kíkja í heimsókn í verslunina.