LAVA tilnefnt til Norrænu lýsingarverðlaunanna!

Eftir maí 8, 2018Uncategorized @is

Á aðalfundi ljóstæknifélagsins þann 8.maí kom fram hvaða tvö verkefni eru tilnefnd til Norrænu lýsingarverðlaunanna, fyrir hönd Íslands, sem haldin verða í Helsinki þann 12.September næstkomandi. Við hjá Lisku erum stolt að segja frá því að LAVA er annað þessara verkefna og óskum við öllu lýsingarteyminu til hamingju en verkefnið var unnið í samstarfi við Basalt arkitekta og Gagarín.

Einnig var Raufarhólshellir tilnefnt og óskum við lýsingarteyminu hjá Eflu innilega til hamingju með tilnefninguna.

Hér má lesa meira um málið