top of page
Search
Writer's pictureLiska ehf.

Dægursveiflulýsing á Landspítalanum

Í dag birtist áhugaverð grein í Fréttablaðinu um ljósvistarhönnun á hjartadeild Landspítalans. Ljósvistarhönnun var í höndum Lotu og er rætt við Ástu Logadóttur, verkfræðing og sérfræðing í lýsingarfræðum í greininni.

Í stuttu máli fjallar greinin um það hvernig dægursveiflulýsing stuðli að bættri heilsu og er farið yfir atriði eins og stýringar þar sem lýsingunni er stýrt eftir klukkunni og áhrif ljóssins á notendur.


Við hjá Lisku fögnum þessari umræðu og því að fyrsta verkefnið af þessari tegund hafi litið dagsins ljós hér á landi. Þessi hugmyndarfræði er eitthvað sem okkur þykir sérstaklega áhugaverð og verður vonandi í fleiri verkefnum í framtíðinni.


Við óskum jafnframt Lotu innilega til hamingju með þetta flotta verkefni


Hér má lesa greinina í heild sinni





70 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


Commenting has been turned off.
bottom of page