top of page
Search
Writer's pictureLiska ehf.

Eldfjallamiðstöðin Lava opnar á Hvolsvelli


Ný eldfjallamiðstöð hefur verið opnuð á Hvolsvelli eftir rúmlega þriggja og hálfs árs undirbúning en um er að ræða stærstu eldfjallasýningu landsins.


Margir af fremstu hönnuðum landsins komu að verkefninu en meðal annars má nefna Basalt sem eru arkitektar verkefnisins og margmiðlunarfyrirtækið Gagarín sem kom að hönnun sýningarinnar. Liska hannaði lýsinguna fyrir sýninguna en verkefnið var sérstaklega krefjandi og skemmtilegt þar lýsingin hleypir meðal annars lífi í sýninguna.


„Eldfjallasýningin er alveg einstök sýning. Þar er spilað á öll skynfærin, mikið með hljóði og ljósi og birtu og öllu sem tengist skynfærunum. Fólk labbar í gegnum misturstrók og finnst eins og það sé tínt í myrkri eða reyk og jarðskjálfta sem er búinn til líka.“ Hér má lesa frekar um sýninguna. Við hvetjum fólk endregið til þess að koma við á Lava en hér eru allar helstu upplýsingar um eldfjallamiðstöðina.

25 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


Commenting has been turned off.
bottom of page