Nýlega birtist umfjöllun um eldfjallasafnið Eldheima í Vestmannaeyjum á vef breska dagblaðsins The Guardian undir titlinum „bestu ferða uppgötvanirnar árið 2016“.
Liskumenn eru stoltir af því að hafa unnið að lýsingunni á safninu, á þeim tíma undir Verkís.
Í greininni er fjallað um eldgosið í Vestmannaeyjum árið 1973 og hversu vel heppnað sjálft safnið er þegar kemur af því að túlka upplifunina af gosinu.
Hér má sjá fréttina: https://www.theguardian.com/travel/2016/dec/24/my-best-travel-discovery-of-2016-by-writers-adventures
Mynd fengin úr the Guardian
Comentarios