top of page
Search
  • Writer's pictureLiska ehf.

Fyrirlestur á PLDC


Guðjón L. Sigurðsson heldur erindi á PLDC í París. Mynd: Gwel Productions

Á dögunum var Professional Lighting Design Convention eða PLDC haldin í tíunda skiptið. Í þetta sinn var ráðstefnan haldin í París í Frakklandi en undanfarin ár hefur hún verið haldin á mismunandi stöðum í Evrópu. Meira en 80 fyrirlestrar fóru fram en fyrirlesararnir komu víðsvegar að úr heiminum og voru gjarnan með ólíkan bakgrunn. Stór hluti af ráðstefnunni fór í það að fjalla um götulýsingu og framtíð hennar en einnig var mikið fjallað um svokallaða lífræna lýsingu eða biological effective lighting sem gengur meðal annars út á það að hanna lýsingu út frá líkamsklukkunni.


Í ár hélt Guðjón L. Sigurðsson, lýsingarhönnuður hjá Lisku, erindi en hann er fyrsti íslendingurinn til að halda fyrirlestur á PLDC. Fyrirlesturinn fjallaði um lýsingarhönnun nýja fimm stjörnu lúxushótelsins sem Bláa Lónið er að reisa í þessum töluðu orðum og var erindið hluti af fyrirlestraröðinni Lighting application case studies þar sem fjallað var um mismunandi verk.


Bláa Lóns verkefnið er einstakt að mörgu leiti en mikið var lagt í hugmyndirnar á bakvið hönnunina eða „conseptið“. Gætt var þess að upplifun gesta væri einstök allt frá því að þeir koma að hótelinu og þangað til að þeir fara frá því. Einnig var gætt þess að myrkurgæði og gæði dagsbirtu héldu sér og sérstaða Íslands, svosem norðurljós og myrkur, myndi skína í gegn.


Framleiðandi ljósbúnaðarins í hótelinu er ítalska fyrirtækið Iguzzini en til gamans má geta unnu þeir verðlaun, á lokakvöldi PLDC, fyrir að vera besta fyrirtækið á markaðnum í dag eða  „best partner in the indurstry“.


Hér má sjá meira um hótelið.

Myndir: http://retreat.bluelagoon.com/

9 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page