top of page

Fyrsta hverfisskipulagið tekur gildi

  • Writer: Liska ehf.
    Liska ehf.
  • Nov 19, 2019
  • 1 min read

Síðastliðin föstudag tók fyrsta hverfisskipulag Reykjavíkurborgar gildi sem nær yfir Ártúnsholt, Árbæ, Selás og Norðlingaholt. Í tilefni af þessum áfanga var opnuð sýning í þjónustuveri Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14, sem stendur til 6.desember n.k.

Einnig er búið að taka í notkun nýja Hverfasjá hverfisskipulagsins sem finna má hér.


Hluti af vinnu hverfisskipulagsins eru leiðbeiningarbæklingar um hin ýmsu mál sem snerta íbúa hverfanna og eru þær algildar fyrir öll hverfi borgarinnar. Þar má meðal annars finna leiðbeiningar um ljósvist sem starfsfólk Lisku vann en hér má nálgast leiðbeiningarnar.


Við óskum Reykjavíkurborg innilega til hamingju með þennan áfanga og eru stolt af því að hafa tekið þátt í þessu verkefni.

Einnig hvetjum við fólk til að kynna sér þetta nýja skipulag og kíkja niður í borgartún á sýninguna.



 
 
 

コメント


この投稿へのコメントは利用できなくなりました。詳細はサイト所有者にお問い合わせください。
bottom of page