Liska ehf.
Liska fagnar nýjum liðsmanni!
Kristján Kristjánsson, lýsingarhönnuður MSLL, hefur ákveðið að ganga til liðs við okkur frá og með 1. júlí nk. Kristján, eða Krissi eins og hann er oftast nefndur, á að baki langan og farsælan feril sem lýsingarhönnuður hjá Lumex, KSLD í Edinborg og Eflu. Mörg spennandi verkefni bíða okkar og mun Krissi styrkja okkur á öllum sviðum á þeirri braut sem við erum að feta í ljósvistar- og lýsingarhönnun. Krissi er í fæðingarorlofi núna og nýtur þess að hlaða batteríin áður en hann tekst á við nýjar og gamlar áskoranir í nýju umhverfi. Það er bjart framundan hjá Liskuteyminu!
