top of page
Search
  • Writer's pictureLiska ehf.

LAVA centre vinnur íslensku lýsingarverðlaunin!

Íslensku lýsingarverðlaunin voru afhent í í gær við hátíðlega athöfn á KEX hostel. Fjöldi glæsilegra lýsingarverðlauna voru tilnefnd en í ár voru flokkarnir fjórir: lýsingarhönnun innanhúss, lýsingarhönnun utanhúss, lampar og ljósabúnaður og opinn flokkur.Við erum gríðarlega stolt að segja frá því að LAVA centre vann flokkinn lýsingarhönnun innanhúss! en fulltrúar frá Lisku, Gagarín og Basalt voru á staðnum til að taka við viðurkenningu. Einnig vann Marcos Zotes, arkitekt hjá Basalt flokkinn lampar og ljósabúnaður fyrir eldfjallalampann sem príðir anddyri LAVA. Aðrir vinningshafar voru EFLA fyrir Raufarhólshelli í flokknum lýsingarhönnun utanhúss og Verkís fyrir sýninguna Borgarvera í opnum flokki.

Við óskum öllum vinningshöfum innilega til hamingju með árangurinn og hvetjum alla enn og aftur til að fara og skoða LAVA sýninguna, sjón er sögu ríkari.


Einnig viljum við þakka ljóstæknifélaginu fyrir flottan viðburð!


Fyrsta mynd vinstri: Marcos Zotes (Basalt), Samúel Hörðdal Jónasson (Gagarín) og Guðjón L. Sigurðsson (Liska)


Önnur mynd: Marcos Zotes vann í tveimur flokkum


Þriðja mynd: Darío Gustavo Nunez Salazar (Verkís) og Anna María Bogadóttir


Fjórða mynd: Ágúst Gunnlaugsson (EFLA)

24 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


Commenting has been turned off.
bottom of page