top of page
Search
  • solveig67

Liska vinnur til LIT verðlauna

Updated: Nov 29, 2023

LIT Lighting Design awards birti vinningshafa LIT awards í dag og það gleður okkur mikið að tilkynna að Liska hlaut verðlaun fyrir hönnun sína við leikskólann Brákarborg í flokknum

„Community Building Lighting“.

Arkitektar verkefnisins eru Arkís og Kanon landslagshönnun. Liska sá um alla raflagna- og ljósvistarhönnun fyrir leikskólann bæði innandyra og á lóð ásamt dagsbirtugreiningu. Öll hönnun tók mið af því að nýta sér umhverfisvænar lausnir og hlaut verkefnið verðlaunin Grænu skófluna en stefnt er að „Excellent" vottun skv. BREEAM. Við erum afar þakklát og stolt að hafa fengið að vera partur af þessu fallega og skemmtilega verkefni.


LIT lýsingarverðlaunin eru veitt árlega til að heiðra og vekja athygli á verkefnum, lýsingarhönnuðum og vörum sem m.a. þykja skara fram úr eða sýna frumlega og vel hepnaða hönnun. Verðlaun eru veitt í ýmsum flokkum og eru sigurvegarar valdir af dómnefnd sem samanstendur af reynslumiklu fagfólki í lýsingarhönnunarbransanum s.s. hönnuðum, fræðimönnum, frumkvöðlum og öðru lykilfólki.


Fjallað er um verðlaunin hér.

358 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page