top of page
Search
  • Writer's pictureLiska ehf.

Ljósmengun og verndun myrkurgæða

Ljósmengun og áhrif hennar hefur á síðustu árum komið sífelt meira upp í umræðunni. Á síðustu dögum hafa erlendir miðlar birt fréttir af því hvernig raflýsing (e. artificial lighting) getur valdið „útrýmingu“ skordýra . Í greinunum er vísað í rannsóknir sem sýna fram á að raflýsing sé að öllum líkindum stór partur í því að skordýrum fari fækkandi á jörðinni. Jafnframt er þó talað um að ljósmengun sé einn af þeim mengunarvöldum sem er hvað auðveldast að eiga við vegna þess að þegar slökkt er á ljósinu eða það er afskermað þá er vandamálið farið og ekki þarf að hreinsa frekar til til að sporna við menguninni, sjá meira hér.
Ný lög um ljósmengun og verndun myrkurgæða taka gildi í Frakklandi frá og með næstu áramótum. Lögin eru sett fram í tveimur hlutum þar sem fyrri hlutinn tekur á tæknilegum eiginleikum s.s. glýju, tímabili sem kveikt er á lömpum, litarhitastigi, birtustigi og fleira. Seinni hluti laganna tilgreinir 11 svæði í Frakklandi sem fá hæsta verndunarákvæði í lögunum hvað varðar myrkurgæði, sjá nánar hér. Hér má sjá lögin í heild sinni fyrir áhugasama.


Á Íslandi eru skilgreiningar á myrkursvæðum ekki til en í drögum að ljósvistarstefnu Reykjavíkur, sem nú eru í vinnslu eru leiðbeiningar sem ná yfir ljósmengun eða spornun við henni. Verndun mykrurgæða og takmörkun ljósmengunnar er í höndum sveitarfélaga og er þessi umræða því mikilvæg fyrir ljósvistarhönnuði til að ná þeim markmiðum sem stefnt er að við verndun lífríkisins. Við hjá Lisku fögnum þessari umræðu og teljum að við mótun umhverfisstefnu þurfi að huga vandlega að þessum þætti.

48 views0 comments

Recent Posts

See All

Comentarios


Los comentarios se han desactivado.
bottom of page