Á síðustu mánuðum bættust við tveir nýjir starfsmenn hjá Lisku þau María Vrekou og Örn Erlendsson.
María er nemi í lýsingarhönnun við KTH í Svíþjóð. María er með BA gráðu í arkitektúr frá Liverpool og kemur frá Grikklandi. Hún var fengin til Lisku til að vinna undirbúningsvinnu fyrir nýja Landspítalann en hluti af lýsingarhönnuninni felst í svokallaðri lífræðilegri lýsingu eða „biologically effective lighting“.
Örn er byggingarverkfræðingur en hann lauk B.Sc. gráðu í byggingaverkfræði frá Háskóla Íslands 2012 og M.Sc gráðu í byggingarverkfræði (e. architectural engineering) frá KTH í Svíþjóð 2014 þar sem hann sérhæfði sig í sjálfbærum byggingum og dagsbirtuútreikningum. Lokaverkefni Arnar í KTH fólst í tímaháðum hermunum á dagsbirtu en verkefnið var unnið í samstarfi við White arkitekter í Stokkhólmi. Verkefnið hans, „Daylight Optimization – A Parametric Study of Atrium Design: Early Stage Design Guidelines of Atria for Optimization of Daylight Autonomy“ má nálgast hér. Samhliða námi og að loknu námi starfaði Örn sem umhverfissérfræðingur hjá White arkitekter en stofan er ein stærsta arkitektastofa norðurlandanna. Áður en Örn hóf störf hjá Lisku starfaði hann hjá Framkvæmdasýslu ríkisins sem verkefnisstjóri umhverfismála og BIM tengiliður.
Comments