Í sumar hefjast framkvæmdir á endurnýjun Norðurstígs og Nýlendugötu í Reykjavík en áætlað er að verkið hefjist í lok maí og ljúki í október. Liska sá um lýsingar- og raflagnahönnun í verkinu í samstarfi við Landslag landslagsarkitekta og Reykjavíkurborg.
Eins og margir hafa efalaust tekið eftir hefur mikil uppbygging átt sér stað á nærliggjandi svæðum og er nú komið að Norðurstíg og þess hluta Nýlendugötu sem liggur milli Norðurstígs og Ægisgötu. Í frétt á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að endurnýja eigi yfirborð gatna, leggja nýjar gangstéttar, endurnýja lagnir veitufyrirtækja og lýsingu. Lesa má um verkefnið í heild á vef Reykjavíkurborgar hér.
Liska sá ekki aðeins um lýsingar- og raflagnahönnun heldur einnig um gerð þrívíddarkynningarefnis fyrir verkefnið sem aðgengilegt er á vef Reykjavíkurborgar hér. Meðfylgjandi eru nokkrar valdar kynningarmyndir sem sýna áætlun hönnunarinnar:
Comentários