top of page
Search
Writer's pictureLiska ehf.

Öflugur liðsauki til Lisku


Sturla Ragnarsson, Kateřina Blahutová, Kristrún Lárusdóttir Hunter og Kristinn Steinn Traustason

Liska réði á dögunum fjóra nýja starfsmenn. Það er mikill fengur fyrir okkur að fá Kateřinu, Kristinn, Kristrúnu og Sturlu til liðs við okkur enda öll með yfirgripsmikla og fjölbreytta reynslu.


 

Kateřina er með masters gráðu í arkitektúr og skipulagsmálum og hefur viðamikla reynslu á mörgum sviðum hönnunar. Hún hefur m.a. unnið við lýsingar-, innanhús-, hreyfimynda-, húsgagna- og grafíska hönnun svo eitthvað sé nefnt ásamt því að hafa sýnt ýmis lýsingar listaverk á hinum ýmsu hátíðum.





 

Kristinn er rafiðnfræðingur með áralanga reynslu í rafmangsgeiranum sem rafvirki, hönnuður lágspennukerfa, forritari lýsingastjórnkerfa og verkefnstjóri láspennukerfa. Hann er sérfærðingur í hönnun lýsingarstjórn- og lágspennukerfa.






 

Kristrún er með bachelor gráðu í arkitektúr og hefur unnið bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera. Hún hefur mikla reynslu af innanhúshönnun og allt sem við kemur skipulagi heimila, skrifstofa og opinbera bygginga.






 

Sturla er rafmagnstæknifræðingur með víðtæka starfsreynslu. Hann hefur áratuga reynslu úr fjarskiptageiranum en hefur einnig unnið við rekstur og eftirlit á jarðskjálftakerfi Veðurstofu Íslands ásamt því að hafa starfað sem rafvirki hér heima og erlendis.






 

Við erum afskaplega ánægð með þennan flotta liðsauka í öflugt teymi Lisku og bjóðum þau innilega velkomin til starfa.

771 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page