Við hjá Lisku erum heldur betur spennt fyrir Professional Lighting Design Convention (PLDC) sem haldin verður í París í Nóvember á þessu ári. Guðjón, lýsingarhönnuður hjá Lisku, mun koma til með að halda erindi á ráðstefnunni en hann er fyrsti íslendingurinn sem kemur fram á PLDC.
Fyrirlesturinn ber yfirskriftina Lighting new horizons of well-being at Blue Lagoon Iceland og fjallar um hótelið og heilsulindina sem opnar í haust .
Guðjón og samstarfsfélagar hans í Rafteikningu unnu árið 2006 Norrænu lýsingarverðlaunin fyrir lækningarlindina í Bláa Lóninu en lýsingin spilar stóran þátt í mannvirkinu sem Bláa lónið er orðið í dag.
Aðrir sem koma fram á ráðstefnunni eru til að mynda Dean Skira lýsingarhönnuður hjá Skira ltd. og Kathryn Gustafson landslagsarkitekt en í heildina verða um 70 fyrirlesarar sem fjalla um verkefnin sín. Hægt er að finna frekari upplýsingar um ráðstefnuna hér.
Comments