top of page
Search
  • Writer's pictureLiska ehf.

Snjallborgarráðstefna Reykjavíkurborgar


Þann 3. maí næstkomandi verður haldin Snjallborgar ráðstefna á vegum Reykjavíkurborgar. Á ráðstefnunni verða rædd málefni eins og hvaða áhrif deilibílar, hleðslustöðvar og fleira munu hafa á borgina, hvaða möguleikar felast í snjalltunnum, hvernig samkeyrum við gögn sem verða til við innleiðingu nútíma lausna, hvernig íbúar geta haf áhrif á uppbyggingu borgarinnar og fleira.


Guðjón L. Sigurðsson lýsingarhönnuður hjá Lisku mun halda erindi á ráðstefnunni og tala um það hvernig ljósvistin kemur inn í snjallborgarumræðuna. Guðjón mun varpa fram spurningum eins og hvaða tilgangi þjónar ljósastaurinn í snjallborginni, hvernig er hægt að persónumiða lýsingu borgarinnar með snjalllausnum og fleira.


Við hverjum alla sem hafa áhuga á að gera borgina okkar að betri stað að kíkja á ráðstefnuna en skráning fer fram hér.



6 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page