top of page
Search
  • Writer's pictureLiska ehf.

The Retreat at the Blue Lagoon tilnefnt til Norrænu lýsngarverðlaunanna á alþjóðlegum degi ljóssins

Í dag, þann 16. Maí er alþjóðlegi UNESCO dagur ljóssins en dagurinn heldur upp á hlutverk ljóssins í öllum þeim fræðigreinum og hlutverkum sem ljósið snertir. Hér má sjá frekari umfjöllun um daginn.


Í tilefni þessa merkilega dags hefur Norræna ljóstæknifélagið ákveðið að birta öll þau verkefni sem tilnefnd eru til Norrænu lýsingarverðlaunanna í dag og erum við hjá Lisku virkilega stolt að segja frá því að The Retreat at the Blue Lagoon er tilnefnt til verðlaunanna í ár fyrir Íslands hönd. Hér má finna öll þau verkefni sem tilnefnd eru til verðlaunanna.


Við óskum öllum þeim sem komu að verkefninu innilega til hamingju með árangurinn en það eru Basalt arkitektar, Design Group Italia, Bláa Lónið og Verkís. Lýsingarhönnuðir verkefnisins voru Guðjón L. Sigurðsson, Reynir Örn Jóhannesson, Rósa Dögg Þorsteinsdóttir og Sandra Dís Sigurðardóttir.


Á vefmiðlum norræna ljóstæknifélagsins má fylgjast með frekari fréttum varðandi verðlaunin:





Gleðilega hátíð!

41 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page