Afhverju Liska?

LÝSINGARHÖNNUÐUR GETUR BREYTT SJÓNRÆNUM EIGINLEIKUM Í RAUNVERULEIKA

Lýsingarhönnuður nýtir bæði reynslu, hæfileika og sérfræðikunnáttu til að uppfylla kröfur en einnig fylgja eftir kostnaði hvers verkefnis. Hönnuðurinn leiðir hvert verkefni frá fyrstu hugmyndavinnu í gegnum byggingu verkefnisins og seinna notkun þess með ávinningnum sem gæði lýsingarhönnunar skilar að leiðarljósi. Vel unnin lýsingarhönnun stuðlar að því að undirstrika sjónræn gildi og gæði rýmisins, aðdráttarafl byggingarlistarinnar, orkumikil afköst, sjálfbærni í umhverfinu og öryggi.

 

Sérfræðingur í lýsingarhönnun:

  • Mætir þörfum fólksins sem kemur til með að nota rýmið.

  • Velur vörur í samræmi við kostnað og orkunýtingu sem eru hvað mest viðeigandi í hverju verkefni fyrir sig.

  • Skapar nýjungagjarnar lausnir á lýsingu sem stuðlar að hinu fullkomna jafnvægi milli notagildis og fagurfræði.

  • Leysir einstakar áskoranir lýsingar í fjölbreyttu rýmum og svæðum bæði innan- og utanhúss.

  • Styrkir og eykur rými með skapandi en á sama tíma nytsamlegri lýsingarhönnun.

 

Þegar unnið er með lýsingarhönnuði í verkefni þá græða arkitektar og viðskiptavinir á hæfileikum hönnuðarins til að skapa rýmið, búa til ákveðna dýnamík, auka vellíðan og afhjúpa form og áferðir verkefnisins.

 

LÝSINGARHÖNNUÐIR GERA RÁÐ FYRIR KOSTNAÐI TIL LENGRI TÍMA.

Þátttaka lýsingarhönnuðar í verkefni gerir það að verkum að hugsað er fyrir langtíma kostnaðaráætlun varðar tækni, framkvæmdir og fagurfræði.

 

KOSTNAÐARSTÝRING FYRIR TÆKJABÚNAÐ

Lýsingarhönnuður mun annað hvort hanna lausn sem mætir þeirri fjárhagsáætlun sem lagt hefur verið upp með, eða koma að því að leggja upp fjárhagsáætlunina til að byrja með. Lýsingarhönnuðurinn mun velja tækni frá nokkrum framleiðendum til þess að halda samkeppni í hámarki og/eða mæla með tækjabúnaði eða aðferðum sem mun lækka kostnað. Þar sem lýsingarhönnuðurinn er ekki sá sem framleiðir, selur eða setur upp búnaðinn mun hans eða hennar þáttaka í verkefninu einungis hvetja til samkeppni og þar með tryggja besta verðið.

 

KOSTNAÐARSTÝRING FYRIR STARFSEMINA

Aðferðir til að stýra og halda niðri kostnaði til lengri tíma eru líklegar til að vera mikilvægar fyrir viðskiptavininn og/eða eigandann. Greining lýsingarhönnuðarins á líftíma verkefnisins mun sýna fram á kosti þess að fjárfesta í ákveðinni tækni og tækjabúnaði. Það er til fjöldinn allur af aðferðum sem hönnuðir notast við til að stuðla að lækkun kostnaðar sem verður verkefninu til hags, sem dæmi má nefna:

 

FORÐAST YFIRLÝSINGU

Í sumum tilfellum getur kostnaður minnkað einfaldlega með því að yfirlýsa ekki rými. Yfirlýsing er algeng þegar rýmið er ekki lesið rétt eða þegar stöðlum eða leiðbeiningum er fylgt um og of þegar kandelur eru mældar, þ.e. lýsingin sem þú sérð.

 

AÐ BÆTA ENDURVARPIÐ OG INNLEIÐA DAGSBIRTU

Að bæta endurvarpsstuðul á fleti getur hjálpað til við að lækka kostnað á lýsingu. Einnig er hagstætt að innleiða dagsbirtu og stýra henni þannig að hún vinni með rafmagns lýsingunni.

 

ÁHRIF LÝSINGAR Á FÓLK

Gæði lýsingar hefur mikil áhrif á fólk og þeirra hegðun. Nýjar rannsóknir sýna fram á að lýsing hefur töluverð áhrif á afköst á vinnustöðum, aðdráttarafl fóls að verslunargötum eftir lokun á kvöldin og fleira. Lýsingarhönnuðir eru sérstaklega meðvitaðir um þessi vandamál sem og þá tækni sem mælt er með til að draga úr vandamálunum.

 

FAGURFRÆÐILEGUR KOSTNAÐUR

Tæknileg atriði er eitthvað sem hægt er að læra en hæfileikar ekki. Verðmæti góðrar, og frumlegrar hönnunar er erfitt að meta og það veltur oft á tíðum á mati fólksins sem kemur til með að nota rýmið. Munurinn á vinnu lýsingarhönnuðar er oft mjög augljós og er hægt að meta vinnuna og afraksturinn bæði á fagurfræði en einnig líftíma og gæðum ljóssins.

(Text: 31st Annual IALD International Lighting Design Awards)