top of page

Hvað er ljósvist?

LAB_9091öe-2.jpg

Ljósmynd: Örn Erlendsson

Ljósvist tengir saman arkitektúr, verkfræði og líffræði og er hugtakið ljósvist samansafn ýmissa þátta sem snúa að lýsingu s.s. dagsljós, raflýsing, litarhitastig, litarendurgjöf, flökt, styrkur, jafnleiki, geislun, ljómi, glýja, ljósmengun, orka og fleira. Allir þessir þættir til samans ná yfir hugtakið “ljósvist” og lýsa sjónskilyrðum og þeirri upplifun sem rýmið veitir. 

Arkitektúr - Fagurfræðileg áhrif ljóss eru mikilvæg í arkítektur og hönnun þar sem ljós getur undirstrikað form og rýmistilfinningu.

Verkfræði - Manngert ljós er tæknilegur sigur hönnunar og nýsköpunar sem tekið hefur ótrúlegum framförum frá því að fyrsta ljósaperan varð að veruleika. Notkun okkar á ljósi sífellt að breytast vegna nýrrar þekkingar og tækniþróunnar. 

Líffræði - Ljós, hvort sem það er manngert eða náttúrulegt, hefur mikil áhrif á lífverur. Fyrir okkur mannfólkið hefur ljós meðal annars áhrif á líkamsklukkuna, einbeitingu okkar og afköst, skap, svefn, heilsu og almenna vellíðan.  

“Að skilgreina lýsingu aðeins sem birtu jafngildir því að skilgreina tónlist bara sem hljóðstyrk. Slík skilgreining gæti verið nauðsynleg á hönnunarstigi en miðað við upplifun er það algjörlega óviðeigandi.  Grundvallar tilgangur lýsingar er að skila upplýsingum, ekki afli.”

“Describing lighting only in terms of illuminance is equivalent to describing music in terms of sound pressure level. Such specification might be necessary during the design process, but as a description of the experience, it is woefully inadequate. The fundamental purpose of lighting is to convey information not power.”

John Mardaljevic, 2018 
Daylighting buildings: Standards and the needs of the designer

bottom of page