top of page

Bryggjuhúsið

Verkkaupi:

Ýmir B. Arthúrsson og Hrefna Ósk Benediktsdóttir

Hlutverk Lisku:

  • Lýsingarhönnun

  • Ráðgjöf á framkvæmdatíma

  • Innkaup

  • Casambi forritun

Samstarfsaðilar vekrefnis:

  • Innanhúnshönnun: Guðmundur Hilmar Tómasson

  • Rafkerfi: Rafholt

  • Uppsetning: Ljóstíðni og Rafholt

  • Smíði: Helgi Ólafsson

  • Listaverk úr safni Skúla Gunnlaugssonar

Framleiðendur:

  • Soraa lighting

  • Neko

  • Light graphix

  • Dilux Lighting

  • Klus

  • Casambi

Ljósmyndun: Örn Erlendsson

Hið sögufræga hús, Bryggjuhúsið, sem stendur við Vesturgötu 2 í Reykjavík er sannkallaður sælureitur sælkerans. 

 

Notaleg stemmning, ævintýralegur matur, vel valdir húsmunir og gott andrúmsloft taka á móti þeim sem heimsækja þennan æðislega samkomustað. Lýsingin spilar þar mikilvægt hlutverk til að undirstrika og draga fram arkitektúrinn, listaverk, og áferðir, auk þess að gegna lykilhlutverki í upplifun gesta.

Lýsing er að mestu falin og innbygð í innréttingar til að gefa tóninn í rýminu. Mjúk birta er þannig nýtt til að draga fram hraunveggi og framhliðar innréttinga, muni í uppstillingarskáp og flöskur eða glös í hillum.

Kastarar með Soraa perum og breytilegu linsukerfi eru nýttir til að draga fram glæsileg listaverk úr safni Skúla Gunnlaugssonar.

Allri lýsingu er stýrt þráðlaust með Casambi stýrikerfi og gefur rekstraraðila möguleika að nýta sjálfvirka ljósastýringu.​

bottom of page