


Örn er byggingaverkfræðingur með sérhæfingu í sjálfbærni bygginga og þá sérstaklega gagnvart dagsbirtuhönnun. Örn hefur einnig tileinkað sér umsjón og ráðgjöf varðandi upplýsingalíkön mannvirkja (BIM).
Örn stundaði nám við Háskóla Íslands og Konunglega Tækniháskólann í Stokkhólmi (KTH) þaðan sem hann útskrifaðist með mastersgráðu í byggingarverkfræði (e. M.Sc. Architectural Engineering).
Þegar Örn er ekki í vinnunni að greina dagsbirtu eða annað líkt tileinkar hann tímanum sínum ljósmyndun eða einhverskonar útivist en það eru hans helstu áhugamál.
Annað....
Sérsvið:
Teymið
ABOUT
TEAM
PROJECTS
NEWS
CONTACT
Grunnupplýsingar
Tegund mannvirkis: Brú
Staðsetning: Fossvogur
Ár: 2021
Verkkaupi: Vegagerðin
Hlutverk Lisku:
-
Lýsingarhönnun
-
Hugmyndavinna
-
Renderingar
Staða: Lokið
Samstarfsaðilar verkefnis:
-
Línudans / Magnús Rafnsson
-
Úti og Inni arkitektar sf.
-
Landmótun
-
Plan arkitekter, NO
-
AAS-Jakobsen, NO
Upplýsingar um verkefnið
Hönnunartillaga vegna fyrirhugaðrar samgöngubrúar yfir Fossvog.
Lýsingin heiðrar brúarformið og skapar kennileiti í næturumhverfinu. Fíngerð hreyfing í ljósinu innan vindskermis líkir eftir dansandi norðurljósum á brúarveggnum. Almenn lýsing miðast við að skapa öruggt umhverfi fyrir vegfarendur og að lýsing trufli hvorki flugumferð né sjávarlíf.
Ljósgjafar staðsettir undir handriðum lýsa út á akbrautir, hjólastíga og gangstíga glýjufrítt og með góðum jafnleika. Lýsing í landslagi fylgir sömu hugmyndafræði, miðast við að lágmarka ljósmengun og leiðir vegfarendur áfram með hlýrri lýsingu sem tekur ekki athygli frá brúnni en tryggir öruggt umhverfi.
Vogurinn, vindurinn og vestursólin
"Byggi svo brýr og himna
Strengi vel þær brýr
Set stjörnu á þá himna
kveiki líf á þeim stjörnum:
verur með viðkvæma sál og sköpunargáfu"
- Þorsteinn frá Hamri
