top of page

Klambratún

Design: Liska

Scope: Lighting design

Project type: Public space

Location: Reykjavík

Year: 2017

Size: -

Client: City of Reykjavik

Status: Completed

Awards: ...

Architects / Collaborators: Landslag Teiknistofa

Photography: Courtesy of Örn Erlendsson

Markmið lýsingarhönnunarinnar var að undirstrika arkitektúrinn og bjóða fólk velkomið.

 

Tröppurnar sem liggja upp að listasafninu Kjarvalsstöðum og hannaðar eru af Landslag skapa ákveðna heildarmynd þegar horft er upp að byggingunni frá garðinum. Tröppunum, sem vegfarendur geta nýtt til að setjast í, er ætlað að vera tenging á milli Kjarvalsstaða og Klambratúns og er lýsingin notuð meðal annars til að undirstrika þá tengingu.

 

Þegar rökkva tekur og lýsingin fær að njóta sín skapar hún áhugaverða og heillandi stemmingu þar sem hún leiðir gesti garðsins í átt að Kjarvalsstöðum. Bylgjukennt form trappanna býður upp á skemmtilegt samspil lýsingar og arkitektúrs þar sem samspil ljóss og skugga fær að njóta sín.

 

Lampar með þröngum geisla frá iGuzzini eru staðsettir við enda trappanna þannig að ljósið fellur á form þeirra þar sem þær sveigjast út. Litarhitastig ljóssins er 3.000K og samsvarar sér vel við lýsingu frá sjálfri byggingunni. Þannig brotnar ljósið á mannvirkinu og dregur fram form þess á kröftugan hátt í rökkrinu.

bottom of page