top of page

LAVA Centre - Exhibition

Design: Basalt - Gagarín - Liska

Scope: Exhibition lighting design

Project type: Exhibition

Location: Hvolsvöllur, South Iceland

Year: 2016 - 2017

Size: 900m2

Client: LAVA Eldfjallamiðstöð

Status: Lokið

Awards & nominations: 

  • SEGD Global Design Awards 2018 - Honor Award "Exhibition Design"

  • European Design Awards 2018 - Silver Medal "Digital Installations"

  • Core77 Design Awards - Notable Honor in "Design Education Initiative"

  • Reykjavik Grapevine Design Awards 2018 "Project of the Year"

  • Icelandic Lighting Design Awards 2018 - First Prize "Interior Lighting"

  • MUSE Awards 2018 - Silver Medal "Interpretive Interactive Installations"

  • FIT Awards 2018. Grand prize "Best of Show", Information Design Award and Interactive Design Award

  • Shortlisted for Leisure project of the Year- Lighting Magazine 2019

Collaborators:

  • Architectural design:Basalt arkitektar

  • Exhibition design: Basalt arkitektar & Gagarín

  • Scenography: Basalt arkitektar

  • Manuscript: Ari Trausti Guðmundsson

  • Lighting and electrical system design: Liska

  • Custom video design / Construction of exhibits: Irma Studio

  • Content design: Ari Trausti Guðmundsson

  • Systems design and management: Feris

  • General contractor: Þingvangur hf.

Photography: Courtesy of Gagarín & Ragnar Th. Sigurðsson

The Lava Centre is an interactive high tech educational exhibition depicting volcanic activity, earthquakes and the creation of Iceland over millions of year. The lighting design helps bring the exhibition to life as it lights up different elements in a unique way.

Lava center er eldfjallasýning staðsett á Hvolsvelli, í nágrenni við mörg af helstu eldfjöllum landsins. Í samvinnu við Veðurstofu Íslands og Almannavarnir veitir LAVA upplýsingar um jarðhræringar, eldgos og aðrar náttúruhamfarir á sama tíma og gestir ganga í gegnum sýninguna. Sýningin leggur upp með lifandi fræðslu um helstu gerðir íslenskra eldstöðva, tegundir gosa og hraungerðir, eldstöðvakerfi og margt fleira.

 

Markmið sýningarinnar er meðal annars að fá fólk til að skynja þær aðstæður á sem náttúrulegastan hátt sem fram koma á sýningunni. Til að ná fram þeim krafti sem Ísland býr yfir var notast við tækni til að framkalla ýmis náttúruleg einkenni eins og lekandi hraun, eldgos, jarðskjálfta og fleira. Sú tækni sem meðal annars var notuð voru jarðskjálftahermar, hljóð og ljós. Nokkrar af upplifunum sýningarinnar eru meðal annars 30 m langur eldfjallagangur, möttulstrókur, gjóskugangur og lekandi hraungrjót svo fátt eitt sé nefnt þar sem lýsingin gegnir meginhlutverki.

 

Eldfjallagangur: Eldfjallagangurinn er 42m langur og 2,5m á hæð. Annars vegar er veggurinn þakinn bylgjulaga plönkum og hins vegar eru upplýsingarfletir. Meðfram hverjum planka og á bak við upplýsingarfletina eru 1.200 m af Neopixel ledborðum sem gerir vegginn að stærsta lampa á landinu eða 105m² að stærð.

 

Möttulstrókurinn: Möttulstrókurinn er búinn sömu tækni eins og notuð var á eldfjallaganginum en í hann voru notaðir alls 960m af Neopixil ledborðum. Hæð möttulstróksins er 12m og voru LED borðarnir settir upp lóðrétt á strókinn og hann svo klæddur með svörtum dúk sem hleypir ljósi í gegnum sig.

 

Hraungrjót: Í einu verki sýningarinnar sést hraungrjót sem fengið var úr nágrenninu og látið líta út fyrir að það væri ofan á glóandi hrauni. Hraungrjótið hvílir á hvítum silkidúk og þar undir eru litakastarar sem breyta litum til að fá hreyfingu á „eldinn“.

 

Gjóskugangur: Á einum ganginum milli rýma er vatnsmisturvél sem gefur frá sér mistu til að líkja eftir gjósku frá eldgosi. Við enda gangsins er ljós sem lýsir inn í mistrið og gefur gestum færi á að ganga í átt að því.

 

LED borðar: Samtals eru um 2.700m af ledborðum í sýningunni allri. Á ledborðunum eru RGBA díóður með 33mm millibili sem er stýrt hverri fyrir sig eða fjögur vistföng í hverri díóðu. Þetta gerir samtals 81.800 díóður og 327.200 vistföng.

bottom of page