top of page

Ljósvistarstefna Reykjavíkurborgar

Design: ...

Scope: Stefnumótun og gerð leiðbeinandi rits

Project type: Stefnumótun

Location: Reykjavík

Year: 2013-2022

Size: ...

Client: Reykjavíkurborg

Status: Í gangi

Awards: ...

Collaborators: Liska, Lota, Verkís og Reykjavíkurborg

Photography: N/A

Ljósvistarstefna Reykjavíkurborgar er þverfagleg vinna unnin af Lisku, Verkís og Lotu ásamt því að Reykjavíkurborg tekur virkan þátt í vinnunni með tilkomu ljósvistarnefndar sem mynduð var í upphafi verkefnisins.

 

Hingað til hefur útilýsing nánast alfarið verið hugsuð út frá götulýsingu og áhersla á gangandi- og hjólandi vegfarendur verið minni. Með ljósvistarstefnu Reykjavíkurborgar er meðal annars lagt upp með að auka áherslu á áhrif lýsingar, það er hvernig við upplifum umhverfi okkar eftir að rökkva tekur og hvernig ljósið í umhverfinu hefur áhrif á okkur.

 

Talsverð vakning hefur átt sér stað í lýsingarmálum hjá nágrannalöndum okkar síðustu ár þar sem lögð er aukin áhersla á fagurfræði í útilýsingu, þá hefur mikið verið lagt uppúr lýsingu sem skapar karakter og/eða upplifun á völdum svæðum. Ljósvistarstefna Reykjavíkur endurspeglar þessa þróun og leggur upp með að gangandi og hjólandi vegfarendur séu hafðir í fyrirrúmi.

 

Ætlunin með ljósvistarstefnunni er að öll áætlunargerð, hönnun og endurhönnun lýsingarbúnaðar borgarinnar verði unnin út frá heildstæðri nálgun þar sem áhersla er lögð á jafnvægi milli notagildis, fagurfræði og umhverfisáhrifa.

Í myndagalleríinu hér fyrir ofan eru sýndar myndir or ljósvistartstefnunni sem verður gefin út á vef Reykjavíkurborgar.

bottom of page