top of page

Norðurbakki

Design: Liska

Scope: Electrical and lighting design

Project type: Public space

Location: Hafnarfjörður, Iceland

Year: 2019-2022

Size: N/A

Client: Hafnarfjörður municipality

Status: Completed

Awards:

Collaborators:

  • Landslag Teiknistofa

  • Hafnarfjarðarbær

  • Fagraf

  • Flúrlampar ehf.

  • Tehomet / FerroZink

  • Meyer / Johan Rönning

Photography: Courtesy of Örn Erlendsson / www.oe-photo.com

Tölvugerðar myndir úr hönnunarfasa verkefnisins. 

Endurnýjun Norðurbakka

 

Verkefnið er unnið í samstarfi við Landslag landslagsarkitekta og Hafnarfjarðarbæ. Verkefnið er hluti af endurbótum á svæði í miðbæ Hafnarfjarðar sem nefnist Norðurbakki.

 

Norðurbakkinn er mikilvægur hafnarkantur sem í dag tengir saman norðurbæ, miðbæ og suðurbæ Hafnarfjarðar. Bakkinn er vinsælt útivistarsvæði en í dag má finna á svæðinu ýmsa þjónustu svo sem verslanir og veitingarekstur. Einnig er töluverð íbúabyggð á bakkanum en á árum áður var bakkinn iðnaðarsvæði sem tengdist m.a. hafnarstarfsemi.

Landslagshönnun Norðurbakkans er hin glæsilegasta. Falleg hellulögn, timburbekkir, í bland við korten, gróðurbeð og tré skapa hlýlegan hafnarfront og um leið aðlaðandi útivistarsvæði.

 

Í ljósvistarhönnun svæðisins var lagt upp með að styrkja alla þessa þætti og skapa umhverfi sem væri jafn aðlaðandi fyrir fólk að kvöld- og næturlagi eins og það er í dagsljósi.

 

Rekaviðs timburpollar með "Louis Poulsen, Waterfront" lömpum einkenna gönguleiðir með fram Fjarðargötu og Herjólfsgötu og fá einnig að njóta sín á Norðurbakkanum. Úr verður samtengd strandlengja sem talar sama tungumáli þegar kemur að ljósvist og götugögnum.

 

Á Norðurbakkanum er einnig að finna fjögur lykilsvæði eða áningarsvæði. Á hverju þessara svæða voru staðsett timburmöstur frá "Tehomet" með kösturum frá "Meyer" sem draga fram ýmsa áhersluþætti og gefa um leið ákveðið yfirbragð á bakkanum. Kastararnir lýsa upp bekki og tré auk þess sem Gobo kastarar varpa myndum á stéttina og timburpalla sem standa út í grjótgarðinn. Þá er einnig að finna RGBW litakastara á hverjum og einum staur en þessir litakastarar lýsa niður staurinn og breyta um lit í takt við tilefnisdaga og sérstaka viðburði.

Þess er gætt að lýsa aðeins gönguleiðina meðfram bakkanum og notast við glýjuhlífar o.fl. til að koma í veg fyrir óþægilega eða truflandi lýsingu fyrir íbúa og gesti á svæðinu. Lýsing fylgir sólúri en einnig er forrituð miðnæturdimming í alla kastara á svæðinu bæði vegna orkusparnaðar og til að draga úr óþarfa lýsingu yfir nóttina.

Rafverktakafyrirtækið Fagraf sá um raflagnavinnu og uppsetningu polla, staura og kastara en sérfræðingar í DMX frá Flúrlömpum sáu um forritun lýsingar samkvæmt virknilýsingu sem fyrirskrifuð var af Lisku.

Útkoman er hin glæsilegasta og frábær viðbót við fallegan miðbæ Hafnarfjarðar.

bottom of page