Síðastliðna helgi var árshátíð Lisku haldin hátíðlega í Reykholti og nágrenni. Laugardagurinn byrjaði á heimsókn í Háafell Geitasetur þar sem við fengum að kíkja á geiturnar sem þar búa. Seinna um daginn var haldið í brugghúsið Steðja þar sem tekið var á móti okkur með smakki af mismunandi bjórum.
Við gistum svo á Fosshótel Reykholti og gætum ekki mælt meira með heimsókn þangað. Nýverið var hluti hótelsins gerður upp og voru það Basalt arkitektar sem sáu um hönnunina en við hjá Lisku sáum um lýsingarhönnunina. Hópurinn var virkilega sáttur með bæði matinn og sjálfa gistinguna en einnig fengum við toppþjónustu frá starfsfólki hótelsins.
Reykholt og nágrenni hefur svo sannarlega uppá mikið að bjóða en við enduðum helgina á Sunnudeginum í Krauma og hádegismat á veitingarstaðnum þeirra.
Takk fyrir okkur allir sem tóku á móti okkur, við fórum heldur betur slök og ánægð inní þessa vinnuviku.
댓글