top of page
Search
Writer's pictureLiska ehf.

Bætist í eigendahóp Lisku

Örn Erlendsson, verkfræðingur, hefur bæst í eigendahóp Lisku ehf. þar sem hann hefur starfað undanfarin 6 ár.


Örn lauk mastersgráðu í verkfræði frá Konunglega tækniháskólanum í Stokkhólmi árið 2014 þar sem hann lagði áherslu á sjálfbærni bygginga og fjallaði lokaverkefnið hans um tímaháðar hermanir á dagsbirtu. Áður en Örn hóf störf hjá Lisku starfaði hann sem reiknisérfræðingur á umhverfissviði hjá White arkitekter í Stokkhólmi og í framhaldinu sem verkefnastjóri umhverfismála hjá Framkvæmdasýslu ríkisins auk þess að vera BIM tengiliður í ýmsum verkefnum FSR.


Örn sérhæfir sig í dagsbirtugreiningum, ljósvistarhönnun bygginga, gatna og opinna svæða, verkefnastjórnun, umhverfisvottunarkerfum, BIM, o.fl. Þar að auki er hann fyrirtaks myndasmiður, en hann hefur séð um að myndskreyta heimasíðu Lisku með fallegum ljósmyndum úr verkefnum stofunnar undanfarin ár.

493 views0 comments

Comments


Commenting has been turned off.
bottom of page