Nýlega bárust fréttir af tilnefningum til Mies van der Rohe verðlaunanna sem eru ein af virtustu verðlunum á sviði arkitektúrs í Evrópu.
Meðal þeirra sem tilnefndir eru eru Basalt arkitektar fyrir Bláa lónið, the Retreat og Andrúm fyrir Veröld, hús Vigdísar.
Einnig hlutu Basalt arkitektar hönnunarverðlaun Íslands fyrr í þessum mánuði fyrir framlag sitt til baðmenningar hér á landi.
Við hjá Lisku erum stolt af því að vera hluti af hönnunarteymi þessara verkefna en lýsingarhönnunin í Bláa lóninu var unnin af starfsmönnum Lisku á vegum Verkís og lýsingar- og raflagnahönnunin var unnin af starfsmönnum Lisku á vegum Verkís í Veröld, húsi Vigdísar.
Við óskum Basalt og Andrúm innilega til hamingju með þessar tilnefningar og verðlaun en það verður spennandi að sjá niðurstöðurnar úr Mies van der rohe verðlaununm í Apríl 2019.
Comments