top of page
Search
  • Writer's pictureLiska ehf.

Bláa lónið, the Retreat og Veröld, hús Vigdísar hljóta hönnurtilnefningar og verðlaun


Mynd fengin frá Basalt arkitektar

Nýlega bárust fréttir af tilnefningum til Mies van der Rohe verðlaunanna sem eru ein af virtustu verðlunum á sviði arkitektúrs í Evrópu.


Meðal þeirra sem tilnefndir eru eru Basalt arkitektar fyrir Bláa lónið, the Retreat og Andrúm fyrir Veröld, hús Vigdísar.


Einnig hlutu Basalt arkitektar hönnunarverðlaun Íslands fyrr í þessum mánuði fyrir framlag sitt til baðmenningar hér á landi.


Við hjá Lisku erum stolt af því að vera hluti af hönnunarteymi þessara verkefna en lýsingarhönnunin í Bláa lóninu var unnin af starfsmönnum Lisku á vegum Verkís og lýsingar- og raflagnahönnunin var unnin af starfsmönnum Lisku á vegum Verkís í Veröld, húsi Vigdísar.


Við óskum Basalt og Andrúm innilega til hamingju með þessar tilnefningar og verðlaun en það verður spennandi að sjá niðurstöðurnar úr Mies van der rohe verðlaununm í Apríl 2019.


Mynd fengin frá Andrúm


26 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


Commenting has been turned off.
bottom of page