Kristján Kristjánsson, lýsingarhönnuður hjá Lisku, hefur skrifað áhugaverða og upplýsandi grein um líftíma LED ljósgjafa og samanburð á líftímaprófunaraðferðunum TM-21 og LM-80.
Greinina má nálgast hér:
Í greininni er byrjað á því að fara yfir hvernig líftími glópera var metinn áður en LED ljósgjafinn leit dagsins ljós. Fjallað er um hvernig ljósstreymi ljósgjafa minnkar með tímanum og hvaða áhrif það hefur á lýsingarskilyrði sem lampi var upphaflega valinn fyrir. Þá er gefinn samanburður á TM-21 og LM-80 ásamt því að minnst er á LM-84 og TM-28.
"Í dag eru LM-80 og TM-21 orðin venja og tilheyra góðum viðurkenndum vinnubrögðum í lýsingarfaginu á alþjóðarvísu. Allflestir framleiðendur notast við LM-80 og TM-21 sem eru orðin industry-standard þótt ekki sé gerð krafa í Evrópu um að framkvæma líftímaáætlun LED ljósgjafa skv. LM-80 og TM-21. Í gögnum sem gefin voru út af Evrópusambandinu um gæði og eftirlit á LED búnaði eru LM-80 og TM-21 aðferðirnar hins vegar nefndar sem einu viðurkenndu aðferðirnar til að framkvæma líftímaáætlun."
Opinberir verkkaupar hér á landi gera sumir kröfu um LM-80 og eru þeir einnig farnir að gera kröfu um TM-21. Framleiðendur fara stundum frjálslega með tölur í uppgefnum líftíma og það eru jafnvel dæmi um að þeir hagræði niðurstöðum.
Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því að ekki er hægt að bera saman niðurstöður úr LM-80 við niðurstöður úr TM-21 og því lykilatriði þegar bera á saman boðinn búnað frá mismunandi framleiðendum að sama líftímaprófunaraðferð sé metin. Þá er jafnframt mikilvægt að verkkaupar kalli eftir því að framleiðendur framvísi skjölum sem sýna fram á hvernig líftími LED búnaðar var áætlaður.
Comments