top of page
Search
  • Writer's pictureLiska ehf.

Stækkandi teymi

Það eru spennandi tímar hjá Lisku og fengum við nýjan liðsauka í mánuðinum, hann Erling Þorgrímsson og Sólveigu Lísu Tryggvadóttur.


Ljósmynd: Hallur Karlsson


Erling er lýsingargúrú sem starfað hefur hjá Exton síðustu árin. Hann er þaulvanur verkefnastjórn, lýsingar- og sviðshönnun. Hefur hann sett á svið fjölmarga stórviðburði á borð við ráðstefnur, tónleika, vörusýningar, árshátíðir, íþróttaviðburði og fleira.


Sólveig er arkitekt sem kláraði meistaragráðu sína við Parsons School of Design í New York. Hún hefur breiðan bakgrunn af hinum ýmsum sviðum hönnunar en síðustu ár starfaði hún sem arkitekt hjá Símanum þar sem hún hafði m.a. yfirumsjón yfir ásýnd fasteigna Símans. Til viðbótar við arkitektastörf hefur hún unnið sem hreyfimyndahönnuður, grafíker og vöruhönnuður.


Það er mikill fengur í þessum liðstyrk enda búa þau að ólíkri reynslu hvað við kemur hönnun og lýsingarfræðum. Við bjóðum þau hjartanlega velkomin!

71 views0 comments

Recent Posts

See All

Commentaires


Les commentaires ont été désactivés.
bottom of page