top of page
Search
Writer's pictureLiska ehf.

Stapaskóli - Hönnun með áherslu á nýtingu dagsbirtu

Uppbygging á fyrsta áfanga glæsilegrar skólabyggingar Stapaskóla í Innri Njarðvík lauk fyrir stuttu. Skólinn er liður í skipulagi að uppbyggingu á nýjum kjarna í hjarta Innri Njarðvíkur. Skematísk mynd sem sýnir nálgun arkitektanna er sýnd á mynd 1. Skólinn er hannaður af Arkís arkitektum en Verkís sá um alla verkfræðihönnun auk þess sem Liska framkvæmdi dagsbirtugreiningar í miðkjörnum kennslurýma (mynd 3) á frumhönnunarstigi verkefnisins. Fjallað var um verkefnið í tímaritinu arc – Lighting in Architecture fyrir stuttu. Lesa má greinina hér.

Mynd 1: Skematísk mynd af Stapaskóla. Mynd eftir Arkís Arkitekta. Myndin birtist í kynningu bæjarstjórnar sem nálgast má hér.


Í verkefninu var lagt upp með að ná fram góðri ljósvist en í forsögn verkefnisins var meðal annars lögð áhersla á samspil milli raflýsingar og náttúrulegrar birtu til að skapa aðlaðandi sjónrænt og vinalegt andrúmsloft þar sem fólki líður vel auk þess að nýta dagsbirtu sem mest. Lesa má nánar um forsögn verkefnisins hér. Það er augljóst að Arkis tókst vel til með að uppfylla þetta áhersluatriði en dagsbirta fær að njóta sín í allri byggingunni. Staðsetning og stærð glugga er þannig að öll rými hafa gott aðgengi að dagsbirtu og miðkjarnar í djúpum kennslurýmum tryggja aðgengi að náttúrulegri birtu þegar kostur er með stóru ofanljósi sem gefur gott aðgengi að dagsbirtu á efri hæð byggingarinnar og hleypir jafnframt náttúrulegri birtu niður á neðri hæð byggingarinnar með ljósgöngum, sjá mynd 2 og 3. Arkís hefur fundið þarna frumlega nálgun til að nýta náttúrulega birtu í miðju rýmisins.

Mynd 2: Mynd af kennslurými með miðkjarna. Mynd eftir Arkís arkitekta.


Mynd 3: Ofanljós gefur gott aðgengi að dagsbirtu á efri hæð miðkjarna rýmisins og hleypir náttúrulegri birtu niður á neðri hæð með ljósgöngum. Mynd Liska ehf.


Eins og áður sagði framkvæmdi Liska dagsbirtugreiningar á frumhönnunarstigi. Tilgangur greiningarinnar var að meta hvaða áhrif mismunandi efnisval á veggjum ljósganganna í miðkjörnum myndi hafa á dagsbirtu á neðri hæð miðkjarnans. Lagt var mat á dagsbirtu með ýmsum breytistærðum svo sem ljósstyrk (e. illuminance), daylight autonomy, glýju og fleira. Mynd 4 hér fyrir neðan sýnir samanburð á endurkasti sólarljóss við mismunandi aðstæður. Efri röð myndanna gefur vísbendingu um endurkast sólarljóss þegar veggir ljósganganna hafa yfirborð með háum endurkastsstuðli en neðri röðin gefur vísbendingu um endurkast þegar veggirnir hafa matta áferð.

Mynd 4: Radiance renderingar sem sýna samanburð á endurkasti birtu við mismunandi himinn og efnisáferðir í ljósgöngum. Sjónarhorn er við neðri hæð miðkjarnans.


Í töflu 1 má sjá birtustyrk (e. illuminance) við vorjafndægur og sumarsólstöður en niðurstöðurnar gefa tilfinningu fyrir ljósdreifingu í kjarnanum við lykildagsetningar.


Tafla 1: Dagsbirta á mismunandi tímum dags 20. mars (vorjafndægur) og 21. júní (sumarsólstöður). Birta er sýnd frá 0 - 1500 lux.

Greiningarnar sem framkvæmdar voru gáfu hönnuðum vísbendingar um hvernig dagsbirta myndi skila sér niður á neðri hæð miðkjarnans miðað við mismunandi aðstæður og var frábært að slík greining skyldi fara fram snemma í hönnunarferlinu en það gaf hönnuðum kost á að taka ákvarðanir á t.d. efnisvali út frá niðurstöðum greininganna. Greiningar sem þessar eru öflugt tól til að aðstoða hönnuði við ákvarðanir á þáttum eins og efnisvali, byggingarformi, rýmisskipulagi o.fl. Stutt samantekt á greiningunum er gefin í meðfylgjandi grein sem nálgast má hér:



Áhugasamir geta nálgast kynningarbækling um dagsbirtugreiningarþjónustu Lisku á eftirfarandi vefslóð: https://www.liska.is/daylighting



147 views0 comments

Recent Posts

See All

Comentarios


Los comentarios se han desactivado.
bottom of page