top of page
Search
  • Writer's pictureLiska ehf.

Íslensku lýsingarverðlaunin 2020

Íslensku lýsingarverðlaunin 2020 voru „afhent“ þann 17.Apríl s.l. en í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu vegna Covid faraldursins voru vinningshafar tilkynntir á vef ljóstækifélagsins.

Hægt var að senda inn verkefni í fjórum flokkum og erum við hjá Lisku stolt að hafa tekið þátt í þremur af þeim verkefnum sem unnu þetta árið. The Retreat at the Blue Lagoon sem vann í innanhússflokknum, Sole-Luna í flokknum lampar og ljósbúnaður og Organs í opnum flokki. Að auki var það Gamla steinbryggjan sem vann í utanhúss flokki en það var Andri Garðar Reynirsson hjá Mannvit sem hannaði lýsinguna þar en við óskum Mannviti innilega til hamingju með verðlaunin.

The Retreat at the Blue Lagoon

"The Retreat at the Blue Lagoon er fimm stjörnu hótel og heilsulind staðsett í miðju hrauninu sem umkringir lónið. Þarna sameinast veitingarstaður sem býður uppá íslenska matararfleifð, gistiaðstaða með glæsilegum herbergjum og steinefna ríkt Bláa lónið sem umkringir bygginguna.

Markmiðið með lýsingarhönnuninni var að varðveita töfra og innblásturinn sem náttúruleg lýsing býr yfir. Lagt var upp með að skapa auðmjúkt samband milli akritketúrs, náttúru og líffræði í rýmum byggingarinnar.

Lýsingarhönnuðir verkefnisins voru Guðjón L. Sigurðsson, Reynir Örn Jóhannesson, Rósa Dögg Þorsteinsdóttir og Sandra Dís Sigurðardóttir.

Samstarfsaðilar voru: Basalt arkitektar, Design Group Italia, Bláa Lónið og Verkís



Sole-Luna

Sole Luna er lampi sem var sérstaklega hannaður fyrir The Retreat at the Blue Lagoon. Markmiðið var að framlengja töfra náttúrulegrar birtu á Íslandi inn í hótelherbergin til að skapa svipuð áhrif og fást af sólinni og tunglinu.


Lampinn er festur á bak við dúkaloft þannig að ljósið síast í gegnum himnu dúksins og geta gestir hótelsins stýrt lýsingunni frá lampanum með stýringu sem innbyggð er í rúmgaflinn. Þar er boðið upp á mismunandi ljósasenur sem gerir þeim kleift að virkja mismunandi lýsingu fyrir til að mynda slökun, orku, dag og nótt.

Lýsingarhönnuður var Guðjón L. Sigurðsson

Samstarfsaðilar voru: Basalt arkitektar, Design Group Italia, iGuzzini og Bláa Lónið




Organs

Með tilkomu nýrrar reglugerðar á Íslandi, sem gerir alla íslendinga sjálfkrafa að líffæragjöfum, spratt upp sú hugmynd að setja af stað samsýningu til þess að vekja athygli og fræða fólk um mikilvægi líffæragjafar.

Hvert líffæri fékk sína sérstöðu í lýsingarhönnuninni en samspil milli lita, forms, áferðar og gagnsæi glersins var notað til að ná fram hreyfingum og eiginleikum lífæranna. Mismunandi ljósasenur voru forritaðar til að herma eftir hreyfingum og virkni líffæranna til að sýna fram á einkenni þeirra þegar þau eru virk í mannslíkamanum.

Lýsingarhönnuður var Kristján Kristjánsson

Samstarfsaðilar voru: Sigga Heimis, Gagarín, Gunnar Árnason, Arnar Leifsson og Corning Museum of Glass USA.



Hér má finna ítarlegri umfjöllun um verkin


91 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page