


Örn er byggingaverkfræðingur með sérhæfingu í sjálfbærni bygginga og þá sérstaklega gagnvart dagsbirtuhönnun. Örn hefur einnig tileinkað sér umsjón og ráðgjöf varðandi upplýsingalíkön mannvirkja (BIM).
Örn stundaði nám við Háskóla Íslands og Konunglega Tækniháskólann í Stokkhólmi (KTH) þaðan sem hann útskrifaðist með mastersgráðu í byggingarverkfræði (e. M.Sc. Architectural Engineering).
Þegar Örn er ekki í vinnunni að greina dagsbirtu eða annað líkt tileinkar hann tímanum sínum ljósmyndun eða einhverskonar útivist en það eru hans helstu áhugamál.
Annað....
Sérsvið:
Teymið
ABOUT
TEAM
PROJECTS
NEWS
CONTACT
Verkkaupi:
Eik Fasteignafélag
Ár:
2022-2025
Hlutverk Lisku:
-
Lýsingarhönnun
-
Rafkerfahönnun
-
Verkefnastjórnun
Samstarfsaðilar verkefnis:
-
Exton
-
Vivalyte
-
Profil Gruppen
-
Rafholt
-
Efla
-
Arkís / Björn Guðbrandsson
Ljósmyndun: Örn Erlendsson
Drónaljósmyndun og myndbandsgerð: Bernhard Kristinn
Lýsing hjúpsins er hluti af endurbótaverkefni á turninum við Smáratorg 3. Markmiðið var að skapa kennileiti við sjóndeildarhringinn.
Lýsingin vinnur með arkítektúrnum og er allur lampabúnaður hluti af lóðréttum gluggaprófílum turnsins. Mjúkar en lifandi senur teikna sig utan um efri hluta hans í suður og austur átt. Senur taka breytingum í takt við tíma dags og tilefnisdaga þannig að úr verður lifandi kennileti.
Stuðlað er að orkusparnaði og aukinni endingu búnaðar með því að láta birtu lýsingarinnar taka mið af tíma dags og árstíð. Þegar líður á kvöldið dimmast lýsingin en frekar niður og er slökkt á nóttinni. Þetta tryggir jafnframt að lýsing veldur ekki óþarfa ljósmengun.
Ljósasenur eru fjölbreyttar og eru þær meðal annars notaðar til að sýna ýmsum málefnum stuðning, svo sem einstökum apríl, bleikum október o.fl., með því að nýta lýsinguna til að lýsa í takt við einkennisliti málefnanna.
Meginmarkmiðið er eins og áður sagði að skapa fallegt kennileiti og gleðja.

Ljósasenur sem taka breytingum í takt við árstíð og tilefnisdaga
Lýsingin er sjálfvirk yfir allt árið og tekur breytingum í takt við árstíð og tilefnisdaga. Dæmi um nokkrar mismunandi senur á mismunandi tímum dags eru hér fyrir neðan.









Frá hugmynd að veruleika
Í hönnunarferlinu var meðal annars notast við renderingar til að gefa sem besta tilfinningu fyrir lokaafurðinni. Tölvugerðar myndir reyndust mikilvægt gagn í kynningu fyrir hagsmunaaðilum og samstarfsaðilum verkefnisins. Á myndunum hér fyrir neðan sést tölvugerð mynd úr hönnunarferlinu (t.v.) samanborið við ljósmynd við raunaðstæður að lokinni uppsetningu ljósabúnaðar (t.h.).

Umfjöllun
Umfjöllun á öðrum miðlum:
-
Fjallað er um verkefnið í 149 tölublaði Arc Magazine: https://www.arc-magazine.com/issue-library/
-
Fjallað er um verkefnið á heimasíðu Vivalyte: https://vivalyte.com/showcase/smaratorg-tower-iceland/

















