top of page

Brákarborg - Leikskóli

Grunnupplýsingar

Tegund mannvirkis: Leikskóli

Staðsetning: Kleppsvegur, Reykjavík, Ísland

Ár: 2021-2022

Verkkaupi: Reykjavíkurborg

Notandi: Leikskólinn Brákarborg

Hlutverk Lisku:

  • Lýsingarhönnun

  • Raflagnahönnun

  • Dagsbirtugreining

 

Staða: Lokið

Viðurkenningar og verðlaun:

  • Græna skóflan 2022, sigurvegari

Samstarfsaðilar verkefnis:

  • Arkitekt: Arkís

  • Burðarvirki: Arkamon

  • Landslagshönnun: Kanon arkitektar

  • Hljóðvistar- og brunahönnun: Mannvit

  • Lagnir: Teknik

  • Lífsferilsgreiningar: Efla

  • BREEAM: Verkís

  • Aðalverktaki: Þarfaþing

  • Undirverktaki: Raflausnir

  • Eftirlit: Verksýn

 

Ljósmyndun: Örn Erlendsson / www.oe-photo.com

Leikskólinn Brákarborg opnaði í lok sumars 2022. Um er að ræða endurbyggingu á gömlum hverfiskjarna við Kleppsveg þar sem komið var fyrir 120 barna leikskóla. Liska sá um ljósvistarhönnun, dagsbirtugreiningu og raflagnahönnun byggingarinnar.

 

Öll hönnun tók mið af því að nýta sér umhverfisvænar lausnir og hlaut verkefnið verðlaunin Grænu skófluna, viðurkenningu Grænni byggðar fyrir mannvirki sem byggt hefur verið með framúrskarandi vistvænum og sjálfbærum áherslum. Einnig var unnin vistferilsgreining sem er hluti af BREEAM vottun.

 

Við hönnun lýsingar innanhús var lögð rík áhersla á mannlega nálgun þar sem dagsenur eru nýttar til þess að fylgja náttúrulegu svefnmynstri nemenda og starfsfólks og stuðla þannig að vellíðan notenda byggingarinnar. Lýsingin breytist sjálfvirkt yfir daginn, bæði litarhita- og birtustig, eftir því um hvaða rými ræðir en starfsfólk getur þó alltaf gripið inn í dagsenur til að breyta stillingum ef þörf er á.

 

Í aðalrýmum leikskólans er megin lýsing bakvið hljóðdúk og er því lampabúnaðurinn sjálfur ekki sýnilegur og veldur ekki glýju.  Hugað var að því að framsetning stillinga og stillingar sem í boði eru séu notendavænar og henta því fjölbreytta starfi sem fer þar fram.

 

Á útisvæði leikskólans var leitast eftir að tryggja góða almenna lýsingu í skammdeginu sem á sama tíma myndi hvetja til leiks og efla hugmyndaflug.  Myndvörpun og litalýsingu er beitt með líflegum hætti sem ljá svæðinu ævintýralegri blæ.

Fjallað var um verkefnið í frétt á heimasíðu Lisku, hér.

_8101011.jpg
_8100968.jpg
hringljos.gif

English

Brákarborg Kindergarten houses 120 children and was opened at the end of summer 2022. It is a reconstruction of an old neighborhood center at Kleppsvegur. Liska was in charge of the lighting and electrical design of the building, as well as the daylight analysis.

The design of the building aimed to use environmentally friendly solutions and the project won the Green Shovel award, a recognition for a structure that has been built with excellent ecological and sustainable focus.

When designing the interior lighting, a strong emphasis was placed on a human approach, where daytime scenes are used to follow the natural sleep patterns of students and staff, thus contributing to the well-being of the building's users. The lighting changes automatically during the day, both color temperature and brightness, depending on the space in question, but staff can always intervene to change

the settings if necessary.

The main lighting in the building is behind a stretched ceiling, hence the lamp equipment itself is not visible.

The light comes through the fabric and which eliminates glare.

In the outdoor area of ​​the kindergarten, efforts were made to ensure good general lighting during the short day, which would

at the same time encourage play and promote imagination. Projection and color lighting are used in a lively way that lends the

area an adventurous feel.

bottom of page