top of page
Search
 • Writer's pictureLiska ehf.

Ljósvist í Brákarborg

Endurgerð bygginganna við Kleppsveg 150-152 hlaut Grænu skófluna, viðurkenningu Grænni byggðar fyrir mannvirki sem byggt hefur verið með framúrskarandi vistvænum og sjálfbærum áherslum. Verðlaunin voru veitt í lok október síðastliðinn. Reykjavíkurborg fjallaði ítarlega um vistænar áherslur verkefnisins í frétt sem birt var á heimasíðu borgarinnar 13. september síðastliðinn. Fréttina má nálgast hér.


Arkitektar verkefnisins eru Arkís og Kanon en Liska sá um alla raflagna- og ljósvistarhönnun fyrir leikskólann bæði innandyra og á lóð. Við erum afar þakklát og stolt að hafa fengið að vera partur af þessu fallega og skemmtilega verkefni.

Mynd 1: Húsnæðið við kleppsveg 150-152 hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og hýsir nú leikskólann Brákarborg. Aðkoman er glæsileg. Ljósmynd: Örn Erlendsson

Leikskólinn Brákarborg opnaði í lok sumars 2022. Um er að ræða endurbyggingu á gömlum hverfiskjarna við Kleppsveg þar sem komið var fyrir 120 barna leikskóla. Liska sá um ljósvistarhönnun, raflagnahönnun og dagsbirtugreiningu byggingarinnar.

Mynd 2: Lýsing aftan við lerkiklæðningu sem nær hringinn í kringum bygginguna. Ljósmynd: Örn Erlendsson

Öll hönnun tók mið af því að nýta sér umhverfisvænar lausnir og hlaut verkefnið verðlaunin Grænu skófluna, viðurkenningu Grænni byggðar fyrir mannvirki sem byggt hefur verið með framúrskarandi vistvænum og sjálfbærum áherslum. Einnig var unnin vistferilsgreining sem er hluti af BREEAM vottun en stefnt er að því að verkefnið hljóti einkunina "Very good" skv. BREEAM umhverfisvottunarkerfinu.

Við hönnun lýsingar innanhús var lögð rík áhersla á mannlega nálgun þar sem dagsenur eru nýttar til þess að fylgja náttúrulegu svefnmynstri nemenda og starfsfólks og stuðla þannig að vellíðan notenda byggingarinnar. Lýsingin breytist sjálfvirkt yfir daginn, bæði litarhita- og birtustig, eftir því um hvaða rými ræðir en starfsfólk getur þó alltaf gripið inn í dagsenur til að breyta stillingum ef þörf er á.

Mynd 3: Stýra má litarhitastigi og birtustyrk lýsingar. Ljósmynd: Örn Erlendsson

Hönnun leikskólans er stílhrein og í aðalrýmum leikskólans er ljósabúnaður falinn fyrir aftan hljóðvistardúk. Í fataherbergjum er línulegum prófílum komið fyrir ofan við gangleiðir milli fatahólfa en í hvíldarherbergjum ljómar stór hringlaga lampi sem samanstendur af kraga og miðju.

Myndir 4-9: Hringljós aftan við hljóðdúk í hvíldarrýmum. Ljósmyndir: Örn Erlendsson

Nánar er fjallað um verkefnið á verkefnavef Lisku, hér.


Við hjá Lisku viljum óska Arkís, Reykjavíkurborg, starfsfólki og nemendum leikskólans og öllum sem komu að verkefninu til hamingju með þessa glæsilegu endurgerð á leikskólanum Brákarborg við Kleppsveg sem og verðlaunin Grænu skófluna.


Myndasafn

Skoða má myndir stækkaðar með því að smella á þær.

Myndir af innanhúslýsingu. Ljósmyndir: Örn Erlendsson


Myndir af utanhúslýsingu. Ljósmyndir: Örn Erlendsson


Tengiliðir verkefnis, Liska ehf:

 • Verkefnastjóri: Guðjón L. Sigurðsson

 • Aðalhönnuður innilýsingar: Sólveig L. Tryggvadóttir

 • Aðalhönnuður útilýsingar: Reynir Örn Jóhannesson

 • Raflagnahönnun og stýringar: Þorvarður G. Hjaltason

 • Dagsbirtugreining: Örn Erlendsson


Samstarfsaðilar verkefnis:

 • Eigandi: Reykjavíkurborg

 • Notandi: Leikskólinn Brákarborg

 • Arkitekt: Arkís arkitektar

 • Burðarvirki: Arkamon

 • Lagnir: Teknik

 • Rafkerfi og ljósvist: Liska

 • Landslagsarkitekt: Kanon

 • Hljóðvistarhönnun: Mannvit

 • Brunahönnun: Mannvit

 • BREEAM matsaðili: Verkís

 • Verktaki: Þarfaþing

 • Undirverktaki: Raflausnir

 • Eftirlit: Verksýn


280 views0 comments

Recent Posts

See All

コメント


コメント機能がオフになっています。
bottom of page