top of page

Hallgrímskirkja - Utanhúslýsing

Grunnupplýsingar

Tegund mannvirkis: Kirkja, utanhúslýsing

Staðsetning: Hallgrímstorg 1, Reykjavík 101, Ísland

Ár: 2021-2023

Verkkaupi: Hallgrímskirkjusókn

Hlutverk Lisku:

 • Lýsingarhönnun

 • DMX forritun, sviðsmyndir

 • Verkefnastjórnun og eftirlit með uppsetningu og fínstillingar

 • Kennsla á kerfi

 

Staða: Áfanga 1 lokið. 

Tilnefningar og verðlaun:

 • IES Illumination Awards, 2023, Excellence in Outdoor lighting design

 • Mondo-DR Awards, 2023 Winner - House of worship - Útilýsing

 • LIT Lighting Design Awards 2022 Winner - Category: Heritage - Útilýsing

 • Darc Awards, 2022 3rd place - Structures, High budget - Útilýsing

Samstarfsaðilar verkefnis:

 • Hallgrímskirkjusókn

 • Fagraf

 • Griven / Luxor

 • Pharos / Luxor

 • Hornsteinar / Andrés Narfi

 • Verktækni

 • Fagurverk

 

Ljósmyndun: Örn Erlendsson / www.oe-photo.com

Upplýsingar um verkefnið

Hallgrímskirkja er eitt helsta kennileiti okkar Íslendinga og eitt af fjölsóttustu mannvirkjum landsins.

 

Árið 2019 voru seldir um 300.000 aðgangsmiðar í kirkjuturnin en áætlað er að að minnsta kosti tvöfalt fleiri gestir heimsækji kirkjuna ár hvert. Lesendur ferðamannasíðunnar Big Seven Travel kjósa árlega um 50 fegurstu byggingar heims en árið 2021 endaði kirkjan í 38 sæti. 127.000 lesendur miðilsins tóku þátt í kosningunni.

 

Þetta er ágætis staðfesting á því að byggingin vekur athygli langt út fyrir landsteinana. Það var því sannur heiður þegar Liska fékk það mikilsverða verkefni að endurnýja lýsingu í kirkjunni. 

Núverandi utanhúslýsing var aðeins á framhlið kirkjunnar og var komin til ára sinna. Umfang þessa verkefnisins var að endurhanna alla lýsingu og lýsa hluta mannvirkisins sem aldrei hafa verið lýstir.

Tæknilegar upplýsingar

Fjöldi lampa: 245 stk

Tegund lýsingar: RGBW

Uppsetningarviðmót: Niðurgrafið og utanáliggjandi

Stýring: DMX, Pharos

Lampaframleiðandi: Griven

EXCELLENCE_OUTDOOR (1).png
Winner.png
darcawards_logo(white).png

Hönnun og innkaup

Liska lagði fram frumhönnunartillögu fyrir sóknarnefnd Hallgrímskirkju á síðasta ársfjóðrunig 2021 og var tillagan samþykkt skömmu síðar.  Í kjölfarið auglýsti Liska verkefnið til heildsala og var þeim gefin kostur á að tilgreina mögulega lampaframleiðendur. Margir framleiðendur sýndu verkefninu áhuga en eftir mat á tæknilegum útfærslum, verði og fleira var tveimur framleiðendum boðið að gera prófanir í samstarfi við Lisku í kirkjunni. Að lokum var það ítalski lampaframleiðandinn Griven á vegum Luxor sem varð fyrir valinu. Fjallað var um prófun lýsingarbúnaðar í frétt sem birtist á heimasíðu Lisku. Lesa má fréttina hér.

Verkáætlun

Í verkáætlun verkefnisins var lagt upp með að val á lampaframleiðanda lægi fyrir strax í upphafi árs 2022 og að endurnýjun útilýsingar væri lokið í lok október sama ár. Þessi áætlun stóðst og má sértsaklega þakka frábæru samstarfi allra hlutaðeigandi aðila sem og dugnaði og skipulagi Fagraf sem fór með verklega framkvæmd. 

Hugmyndafræðin

Hallgrímskirkja gegnir mikilvægu hlutverki sm hluti af íslenskri byggingararfleifð. Hönnun kirkjunnar vekur athygli út um allan heim og er vinsæll áfangastaður ferðamanna sem koma hingað til lands á ári hverju. Kirkjan sést víðs vegar að á öllu höfuðborgarsvæðinu en fram til þessa hefur aðeins framhlið kirkjunnar verið upplýst. Með endurhönnun útilýsingarinnar er leytast við að styrkja arkitektúr kirkjunnar enn frekar og draga fram form og geometríu sem áður hafa ekki fengið að njóta sín í næturhimninum. Með nýrri lýsingu koma nýir möguleikar en lýsingarbúnaður og stýringar bjóða nú upp á þann möguleika að vera með litalýsingu og jafnvel lifandi lýsingu. Notast er við RGBW lampa og DMX stýringar sem opna nýja veröld af möguleikum fyrir kirkjuna hvort sem það er í tengslum við viðburði í kirkjunni eða við önnur tilefni. Almenn lýsing stýrist af dagatali og notast er við miðnæturdimmingju til að draga úr ljósmengun eins og kostur er. Litalýsing virkjast af dagatali í takt við tilefnisdaga en einnig er hægt að virkja sérstakar senur handvirkt.

English

Hallgrímskirkja is one of Iceland’s most important landmarks and icons. The building is not only a place of worship, but also a hub hosting cultural events. A smart wireless lighting ecosystem was designed and installed in 2022. Automatic lighting cycles save energy in the Nordic conditions and allow for application of human centric lighting (HCL). With respect to its architectural heritage and functionality during service and opening hours, lighting offers breath-taking scenes for contemplation or cultural events. Lighting scenes give depth, dimension, optically broaden the church during community events or emphasize verticality in spiritual events. Warm downlight compliments wooden furnishing and creates a comforting atmosphere. RGBW lights in vaults and corridors strengthen architectural features, in combination with tuneable white (TW) to introduce HCL.  Individual control offers endless creative options during events as well as use of liturgical colours throughout the year. The altar is illuminated by TW spotlights, standing out regardless of the colour of other lights. TW front- and RGBW backlight of the organ engage in a shadowplay changing with temperature and colour. Externally, the façade acts as a display of engagement in religious and national celebrations or international movements. Harmony is achieved by dialogue between the wireless indoor and outdoor DMX lights.

bottom of page