top of page
Search
  • Writer's pictureLiska ehf.

Endurnýjun lýsingar í Hallgrímskirkju

Hallgrímskirkja er ein af merkilegustu byggingum okkar Íslendingu og vinsæll ferðamannastaður. Árið 2019 heimsóttu uþb. 300.000 gestir turninn og áætlað er að 2-3 sinnum fleiri hafi heimsótt kirkjuna. Kirkjan er vinsælt myndefni eins og sést ef leitað er af kirkjunni á helstu samfélagsmiðlum eða annars staðar á veraldarvefnum. Til að undirstrika það enn frekar hversu merkileg byggingin er þá var hún nýlega kosin ein af 50 fallegustu byggingum veraldar af um 127 þúsund lesendum Big Seven Travel.


Við hjá Lisku erum því afar stolt að segja frá því að við höfum fengið það ábyrgðarfulla verkefni að sjá um hönnun og innkaup vegna endurnýjunar inni- og útilýsingar í Hallgrímsirkju. Hönnun er lokið og mun endurnýjun lampabúnaðar hefjast í lok sumars þegar tekur að rökkva aftur. Prófun lampabúnaðar fór fram í vetur en þá voru lampar frá nokkrum framleiðendum prófaðir bæði inni og úti. Nokkrar myndir frá prófunarferlinu eru hér fyrir neðan.





108 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page