top of page

Pepsi herferð í Brynju

Grunnupplýsingar

Tegund mannvirkis: Tímabundin uppsetning / Auglýsingaherferð

Staðsetning: Brynja, Laugavegi

Ár: 2022

Verkkaupi: Ölgerðin / Pepsi

Hlutverk Lisku:

  • Lýsingarhönnun

  • Stýringar (DMX)

 

Staða: Lokið

Samstarfsaðilar verkefnis:

  • Brynja

  • Pepsi

  • ENNEMM / Selma Reynisdóttir

  • Exton / Erling Þorgrímsson

 

Ljósmyndun: 

ENNEMM/ Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir

ENNEMM / Andri Þór Unnarsson

Liska / Katerina Blahutova

Um verkefnið

...

Upplýsingar um verkefnið

Eftir að einn af föstu punktunum í verslunarlífi Laugavegsins, verslunin Brynja, lokaði eftir að hafa starfað þar óslitið í 103 stóð húsnæðið autt. Auglýsingastofan Ennemm ákvað að slá til að færa gleði aftur í húsið með jólaauglýsingaherferð Pepsi í desember. Um var að ræða alþjóðlega herferð sem kallaðist ,,Maxaðu jólin”  eða ,,Maximize your Christmas”.

 

Liska tók þátt í uppsetningunni með Ennemm en innblástur okkar kom frá hugmyndinni að lýsa bygginguna að innan svo að ljósið varpaðist út en einnig var lögð áhersla á að vinna með endurskin og myrkur.

 

Litrík litanotkun lýsingarinnar var í takt við vörumerki Pepsi Max en blá lýsing var notuð á efri hæðum byggingarinnar til að jafna út rauða framhliðina. Ákveðið var að halda ákveðnu iðnaðaryfirbragði til að heiðra arfleið húsnæðisins. Búðargluggar eru stíliseraðir á hátíðlegan hátt, með stóru jólaskrauti úr Pepsi Max dósum sem snýst. Litaðri lýsingu var bætt við til að styrkja litapallettu vörumerkisins í uppsetningunni og til að endurkasta birtu af dósunum og bakrunninum. Pepsi dósirnar voru endurnýttar sem skraut til að minna almenning á mikilvægi endurvinnslu.

 

Bökunarpappír var settur yfir glugga á efri hæðar húsnæðisins voru þeir nýttir sem skuggaleikhús. Ljós með hreyfingu var beitt svo að jólaskreytingar urðu smám saman sýnilegar bak við gluggarammana.

 

Góbó kösturum var komið fyrir bakvið glugga á hlið húsnæðisins og mynduðu þeir gluggaform á nærliggjandi byggingu til að fanga athygli vegfarenda hinum megin við götuna.

 

Lýsing var forrituð og hreyfð með DMX stýringu. Litrík litapalletta Pepsi var nýtt í uppsetningunni en blatt ljós var notað á efri hæðum til að koma til móts við rauða framhlið byggingarinnar.

 

Eina lýsingin utandyra var neon LED ljós fyrir ofan innganginn.

 

Ljós og búnaður var fenginn frá Exton, Merking sá um prentaðar merkingar og Garðlist um uppsetningu utandyra.

Lesa má nánar um verkefnið hér.

English

Pepsi Max Christmas light installation in a former Brynja store on Laugavegur was part of an international campaign “MAXIMIZE YOUR CHRISTMAS”, called “MAXAÐU JÓL” in Icelandic.

 

Liska has come up with an idea to lighten up the building “from inside out”.
The shopfronts were stylized in a festive manner, light has been used to add slight colour accent to the reflective contents and render the material attractive. Windows on the upper floor have been used for a shadowtheatre-like installation. Lights were animated in a slow movement gradually revealing various Christmas decoration´s shadows in the frames. Windows on the side of the building were used as gobos for light cast onto an empty neighbouring façade to grab attention of passers-by from the other side of the street.

Lights were programmed, scheduled and animated via DMX. Colourful palette was in sync with Pepsi Max brand colours with accent on reflectivity and darkness. Blue lighting was used in the upper floors to balance the red facade of the building.
 
You can read more about the project in the news published about the project here.

 

bottom of page