top of page
Search
  • Writer's pictureLiska ehf.

Maxaðu jólin

Updated: Jan 2, 2023


Ljósmynd ENNEMM / Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir

Í desember tók Liska þátt í jólaljósauppsetningu í fyrrum húsnæði Brynju á Laugavegi.


Verkið var unnið í samstarfi við EnnEmm en uppsetningin var hluti af alþjóðlegri herferð PEPSI og kallaðist ,,Maxaðu jólin” eða ,,Maximize your Christmas”.


Innblástur okkar kom frá hugmyndinni að lýsa bygginguna að innan svo að ljósið varpaðist út en einnig var lögð áhersla á að vinna með endurskin og myrkur. Litrík litanotkun lýsingarinnar var í takt við vörumerki Pepsi Max en blá lýsing var notuð á efri hæðum byggingarinnar til að jafna út rauða framhliðina.

Myndband: ENNEMM


Verslunargluggar voru stíliseraðir á hátíðlegan máta þar sem efnisnotkun var beitt til þess að ljós og glitrandi efni spiluðu saman og að litrík lýsing endurkastaði út.

Hæg hreyfing lýsingar á jólaskreytingar í gluggum á jarðhæð gæddi útstillingarnar lífi. Gluggar á efri hæð sem vísuðu út á götu voru notaðir sem einskonar skuggaleikhús. Góbó kösturum var hinsvegar komið fyrir í hliðargluggum og mynduðu þeir gluggaform á nærliggjandi byggingu til að fanga athygli vegfarenda hinum megin við götuna.


Ljós voru forrituð, tímasett og hreyfimynduð í gegnum DMX.


Tengiliður verkefnis er Katerina Blahutová (katerina@liska.is)


Ljósmyndir 1-3: ENNEMM / Írís Ösp Sveinbjörnsdóttir. Ljósmynd 4: Katerina Blahutova

46 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


Commenting has been turned off.
bottom of page