top of page
Search
  • Writer's pictureLISKA ehf.

Ljósin í Hallgrímskirkju tendruð

Updated: Sep 23, 2022

Glæsileg endurnýjun á lýsingu í kirkjuskipi Hallgrímskirkju eru nú orðnin að veruleika en við hjá Lisku, ásamt öðrum sem komið hafa að verki, erum einstaklega stolt af útkomunni. Með þessum endurbótum mætir ljósvistin nú þörfum kirkjustarfsins auk þess að bjóða upp á möguleika til að skapa einstaka upplifun.


Vinna stendur nú yfir við að fullklára forritun og virkni lýsingarkerfisins en gestir og gangandi geta nú þegar notið kirkjunnar í nýju ljósi. Endurnýjun útilýsingar stendur jafnframt yfir en gert er ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki innan nokkurra vikna. Formleg vígsla verður auglýst síðar en þangað til hvetjum við fólk til að heimsækja kirkjuskipið og þá sérstaklega í ljósaskiptunum eða þegar byrjað er að rökkva. Opnunartímar kirkjunnar eru aðgengilegir hér og dagatal kirkjunnar hér.


Hallgrímskirkja, church, lighting, Liska, ERCO, architecture, RGBW, Iceland
Mynd 1: Horft frá altari í kórnum í átt að orgeli fremst í kirkjuskipi. Ljósmynd: Örn Erlendsson

Hönnunarvinna hófst í lok sumars 2021 og voru tillögur Lisku samþykktar af sóknarnefnd um haustið. Í kjölfarið fór af stað undirbúningsvinna við að velja lampaframleiðanda. Það var að lokum þýski lampaframleiðandinn ERCO sem var hlutskarpastur en fulltrúar frá sænska útibúi framleiðandans fylgdu verkefninu eftir.


Uppsetningu lýsingakerfis lauk í síðustu viku en verkleg framkvæmd var unnin á aðeins þremur vikum til að raska sem minnst dagskrá kirkjunnar. Hér má lesa stutta frétt um framkvæmdina sem birtist á mbl.is fyrr í mánuðinum. Það má þakka góðum undirbúningi og frábæru samstarfi milli hlutaðeigandi aðila að svona vel tókst til en allur lýsingabúnaður í kirkjuskipinu var endurnýjaður. Fagraf ehf. sá um niðurtekt á eldra lýsingarkerfi, uppsetningu á því nýja og raflagnavinnu. Fulltrúar frá Erco studdu einnig vel við verkefnið en aðilar frá lampaframleiðandanum komu þrisvar til landsins. Fyrst í prófunarfasa verkefnisins, svo í grunnforritun lampabúnaðar og loks í eftirfylgni við lok uppsetningar.

Hallgrímskirkja, church, lighting, Liska, ERCO, architecture, RGBW, Iceland
Mynd 2: Lýsing á styttu við inngang í kirkjuskipið. Ljósmynd, Örn Erlendsson

Hugmyndafræðin

Ljósvist í kirkjunni þarf að hæfa starfsemi kirkjunnar, undirstrika arkitektúrinn og bjóða upp á lýsingu í takt við fjölbreytta dagskrá kirkjunnar en fyrir utan hefðbundið kirkjustarf er fjöldi ólíkra tónleika og viðburða haldnir í kirkjunni ár hvert.


Lagt var upp með að notast við 3000K lýsingu til að lýsa niður, RGBW til að lýsa á loft og veggi og lýsingu með breytilegt litarhitastig á einstaka stöðum fyrir sérlýsingu. Öll lýsing er þar að auki dimmanleg. RGBW kastararnir gera það að verkum að stilla má liti á loft og veggi í takt við liti kirkjuársins, tilefnisdaga og sérstaka viðburði. Framsetning og staðsetning athafna og viðburða í kirkjunni er breytileg en kastarar eru hópaðir saman eftir svæðum til að hægt sé að kveikja og slökkva á afmörkuðum svæðum með einföldum hætti, t.d. á kórtröppum, gangleiðum og ýmsum áherslusvæðum þar sem tónlistarfólk kemur sér gjarnan fyrir. Dæmi um uppskiptingu lýsingar eftir svæðum hér fyrir neðan.

Mynd 3-6: Dæmi um uppskiptinu lýsingar eftir svæðum. Ljósmyndir: Örn Erlendsson.


Kastarar eru staðsettir þannig að þeir eru flestir úr augsýn þegar gengið er inn í kirkjuna. Þess er einnig gætt að beina kösturum svo þeir valdi ekki glýju eða trufli þegar gengið er um kirkjunna eða horft upp í loft.

Myndir 7-15: Horft frá kórtröppum í átt að orgeli. Ljósmyndir, Örn Erlendsson


Hallgrímskirkja, church, lighting, Liska, ERCO, architecture, RGBW, Iceland
Mynd 16: Dæmi um mögulega lýsingu fyrir orgeltónleika. Ljósmynd, Örn Erlendsson

Altarið og kórinn er það sem grípur fyrst augað þegar gengið er inn í kirkjuna og því var lögð áhersla á að draga þetta svæði fram. Altarið er lýst upp með kösturum með breytilegu litarhitastigi til að hægt sé að láta það skera sig út með greinilegum hætti óháð hvaða litarhitastig eða litur er á annarri lýsingu í kirkjunni. Aftan við altarið er notast við RGBW kastara sem bjóða upp á ýmsa möguleika eins og áður hefur komið fram. Lýsing á kórhvelfinguna er einnig RGBW sem gerir það að verkum að hægt er að búa til skemmtilegt samspil milli hvelfingar og svæðis aftan við altarið.


Hallgrímskirkja, church, lighting, Liska, ERCO, architecture, RGBW, Iceland
Mynd 17: Lýsing á altari. RGBW kastarar varpa kirkjulitnum á rýmið aftan við. Ljósmynd, Örn Erlendsson

Myndir 18-23: Altari og kór í mismunandi lýsingu. Ljósmyndir, Örn Erlendsson


Málað með ljósi

Kirkjan er einstaklega formfögur og einkennist af bogadregnum línum sem teikna sig frá gólfi upp í skurðpunkt í toppi hvelfinga. Samspil lýsingar og arkitektúrs undirstrikar form og rýmistilfinningu. Með lýsingunni er nú hægt að vinna með litarhitastig, liti og styrk til að auka dýpt, hækka eða breikka kirkjuskipið, eða einfaldlega mála kirkjuna með ljósi til að skapa einstaka upplifun.


Hallgrímskirkja, church, lighting, Liska, ERCO, architecture, RGBW, Iceland
Mynd 24: RGBW litakastar baða hvelfingar í tvískiptum lit. Ljósmynd, Örn Erlendsson

Myndir 25-30: Kirkjan böðuð í litalýsingu skapar einstaka upplifun. Ljósmyndir, Örn Erlendsson


Hallgrímskirkja, church, lighting, Liska, ERCO, architecture, RGBW, Iceland
Mynd 31: Kirkjan böðuð í rauðu ljósi. Ljósmynd, Örn Erlendsson

Minningarathöfn Elísabetu Bretlandsdrottningar

Almenningi gafst tækifæri til að upplifa nýju lýsinguna í fyrsta skipti í minningarathöfn um Elísabetu Bretlandsdrottningu sem haldin var 19. september síðastliðinn. Umfjöllun Mbl um athöfnina má lesa hér.

Myndir 32-38: Minningarathöfn Elísabetu Bretlandsdrottningar 19. september 2022. Ljósmyndir, Örn Erlendsson


Búnaður og stjórnkerfi

Lýsingarbúnaður í verkefninu er sem áður segir allur frá ERCO og er notast við Stella, Eclipse og Parscan kastara ásamt fylgihlutum. Lýsingu er stjórnað með Casambi en grunnsenur eru aðgengilegar í gegnum Casambi rofa og fjölbreytt úrval sena fyrir önnur tilefni eru aðgengilegar í gegnum Casambi app.


Mynd 39: Sýnishorn af lýsingarbúnaði frá ERCO.

Teymið á bak við verkefnið


Verkkaupi

- Hallgrímskirkja


Liska ehf

- Guðjón L. Sigurðsson: hönnunarstjórn, prófanir og innkaup

- Örn Erlendsson: aðalhönnuður, verkefnastjórnun, eftirlit, stillingar og Casambi forritun

- Katerina Blahutova: Casambi forritun og stillingar

- Steinunn Harpa Einarsdóttir: Tækniteiknun

- Erling Þorgrímsson: lýsingarútreikningar, innkaup og prófanir


Fagraf ehf.

- Pétur Elvar Birgisson: verkefnastjóri raflagnavinnu, niðurtekt, uppsetning o.fl.


Ískraft

- Ragnar Martensson Lövdahl: vörustjóri lýsingarsviðs og tengiliður við lampaframleiðanda


ERCO

- Johan Elm: Yfirmaður tæknideildar

- Anders Lydén: framkvæmdastjóri

- Erik Nylander: Casambi forritun og lýsingarútreikningar


Casambi

- Viktor Olsson: Tæknilegur ráðgjafi


Aðrar upplýsingar og tengiliðir


Nánar er fjallað um verkefnið á verkefnavef Lisku.


Tengiliðir verkefnis: Örn Erlendsson (orn@liska.is) og Guðjón L. Sigurðsson (gudjon@liska.is)

Tengiliður verkkaupa: Sigríður Hjálmarsdóttir (sigridur@hallgrimskirkja.is).


Recent Posts

See All
bottom of page