Ljuskultur er sænskt fagfélag um lýsingu og útgefandi af einu virtasta tímariti um lýsingu á norðurlöndunum. Aðeins eru gefin út fjögur tölublöð á hverju ári.
Nýjasta tölublað "Ljuskultur" er okkur hjá Lisku afskaplega kært. Þar prýðir Hallgrímskirkja forsíðuna ásamt því að aðalgrein blaðsins fjallar um Hallgrímskirkjuverkefnið á fjórum opnum. Forsíðumyndin sýnir samspil litalýsingar á hvelfingar í kirkjuskipi Hallgrímsirkju. Djúpir tónar, bláir og appelsínugulir, líkja eftir dramatískum ljósaskiptum við sólarupprás. Úr verður mikið sjónarspil og einstakt samspil arkitektúrs og lýsingar.
Í greininni er fjallað um verkefnið frá A til Ö en greinin er skrifuð af Lisku í samstarfi við Ljuskultur auk þess sem forsíðumyndin, ásamt öðrum myndum úr greininni eru eftir Örn Erlendsson, lýsingarhönnuð hjá Lisku.
Það er okkur hjá Lisku mikill heiður að Ljuskultur hafi leitað til okkar og mikil viðurkenning fyrir Lisku, Hallgrímskirkju og alla aðila sem komu að verkefninu að verkefnið prýði forsíðuna.
Tímaritið er aðgengilegt á heimasíðu Ljuskultur hér:
Kommentarer