Grapevine Design Awards 2018 – Project of the year

Eftir | Uncategorized @is | Engar athugasemdir

Lava center hlaut nýverið hönnunarverðlaunin verkefni ársins frá Grapevine. Verkefnið var samstarfsverkefni milli nokkurra aðilla:

Arkitektúr: Basalt Architects

Sýningarhönnun: Basalt Architects og Gagarín

Gagnvirk miðlun: Gagarín

Leikmyndahönnun: Basalt Architects

Handrit: Ari Trausti Guðmundsson

Sérsmíði á sýningaratriðum: Irma Studio

Lýsingarhönnun: Liska 

Við hjá Lisku erum stolt af því að fá að vinna með svona góðu teymi og mælum með heimsókn á þessa mögnuðu sýningu .

Hér má lesa meira um verðlaunin

Myndir 1 og 2: Gagarín

Mynd 3: Basalt Architects

Eldfjallamiðstöðin LAVA

Eftir | Uncategorized @is | Engar athugasemdir

Síðastliðið sumar opnaði glæsileg eldfjallamiðstöð á Hvolsvelli (sjá nánari umfjöllin hér). Að verkefninu stóðu nokkrar stofur en Liska hannaði lýsingu sýningarinnar í samstarfi við Basalt arkitekta og margmiðlunarfyrirtækið Gagarín. Við mælum með að allir heimsæki þessa merkilegu sýningu.

Hér má sjá myndband sem Tjarnargatan á heiðurinn af:

 

 

Nýjir starfsmenn Lisku

Eftir | Uncategorized @is | Engar athugasemdir

Á síðustu mánuðum bættust við tveir nýjir starfsmenn hjá Lisku þau María Vrekou og Örn Erlendsson. María er nemi í lýsingarhönnun við KTH í Svíþjóð. María er með BA gráðu í arkitektúr frá Liverpool og kemur frá Grikklandi. Hún var fengin til Lisku til að vinna undirbúningsvinnu fyrir nýja Landspítalann en hluti af lýsingarhönnuninni felst í svokallaðri lífræðilegri lýsingu eða „biologically effective lighting“.

Örn er byggingarverkfræðingur en hann lauk B.Sc. gráðu í byggingaverkfræði frá Háskóla Íslands 2012 og M.Sc gráðu í byggingarverkfræði (e. architectural engineering) frá KTH í Svíþjóð 2014 þar sem hann sérhæfði sig í sjálfbærum byggingum og dagsbirtuútreikningum. Lokaverkefni Arnar í KTH fólst í tímaháðum hermunum á dagsbirtu en verkefnið var unnið í samstarfi við White arkitekter í Stokkhólmi. Verkefnið hans, „Daylight Optimization – A Parametric Study of Atrium Design: Early Stage Design Guidelines of Atria for Optimization of Daylight Autonomy“ má nálgast hér. Samhliða námi og að loknu námi starfaði Örn sem umhverfissérfræðingur hjá White arkitekter en stofan er ein stærsta arkitektastofa norðurlandanna. Áður en Örn hóf störf hjá Lisku starfaði hann hjá Framkvæmdasýslu ríkisins sem verkefnisstjóri umhverfismála og BIM tengiliður.

 

               

 

Akraneshöll

Eftir | Uncategorized @is | Engar athugasemdir

Á dögunum var sett upp ný lýsing sem Liska hannaði í Akraneshöll. Höllin er ein af tveimur íþróttahúsum á Akranesi en þar má meðal annars finna sundlaug, aðalleikvang bæjarins og íþróttahús. Sett var upp LED lampa frá Phillips með DALI stýringu. Á myndinni hér að neðan má sjá bæði gömlu og nýju lýsinguna borna saman en gamla lýsingin er hægra megin og sú nýja er vinstra megin. Hér má einnig sjá video af helstu senunum sem voru forritaðar.

Mynd: Birgir Hauksson