Bláa lónið, the Retreat og Veröld, hús Vigdísar hljóta hönnunartilnefningar og verðlaun

Eftir | Uncategorized @is | Engar athugasemdir

Nýlega bárust fréttir af tilnefningum til Mies van der Rohe verðlaunanna sem eru ein af virtustu verðlunum á sviði arkitektúrs í Evrópu. Meðal þeirra sem tilnefndir eru eru Basalt arkitektar fyrir Bláa lónið, the Retreat og Andrúm fyrir Veröld, hús Vigdísar.

Einnig hlutu Basalt arkitektar hönnunarverðlaun Íslands fyrr í þessum mánuði fyrir framlag sitt til baðmenningar hér á landi.

Við hjá Lisku erum stolt af því að vera hluti af hönnunarteymi þessara verkefna en lýsingarhönnunin í Bláa lóninu var unnin af starfsmönnum Lisku á vegum Verkís og lýsingar- og raflagnahönnunin var unnin af starfsmönnum Lisku á vegum Verkís í Veröld, húsi Vigdísar.

Við óskum Basalt og Andrúm innilega til hamingju með þessar tilnefningar og verðlaun en það verður spennandi að sjá niðurstöðurnar úr Mies van der rohe verðlaununm í Apríl 2019

Mynd fengin frá Basalt arkitektar

Mynd fengin frá Andrúm

 

LAVA tilnefnt til Norrænu lýsingarverðlaunanna!

Eftir | Uncategorized @is | Engar athugasemdir

Á aðalfundi ljóstæknifélagsins þann 8.maí kom fram hvaða tvö verkefni eru tilnefnd til Norrænu lýsingarverðlaunanna, fyrir hönd Íslands, sem haldin verða í Helsinki þann 12.September næstkomandi. Við hjá Lisku erum stolt að segja frá því að LAVA er annað þessara verkefna og óskum við öllu lýsingarteyminu til hamingju en verkefnið var unnið í samstarfi við Basalt arkitekta og Gagarín.

Einnig var Raufarhólshellir tilnefnt og óskum við lýsingarteyminu hjá Eflu innilega til hamingju með tilnefninguna.

Hér má lesa meira um málið

Snjallborgar ráðstefna Reykjavíkurborgar

Eftir | Uncategorized @is | Engar athugasemdir

Þann 3. maí næstkomandi verður haldin Snjallborgar ráðstefna á vegum Reykjavíkurborgar. Á ráðstefnunni verða rædd málefni eins og hvaða áhrif deilibílar, hleðslustöðvar og fleira munu hafa á borgina, hvaða möguleikar felast í snjalltunnum, hvernig samkeyrum við gögn sem verða til við innleiðingu nútíma lausna, hvernig íbúar geta haf áhrif á uppbyggingu borgarinnar og fleira.

Guðjón L. Sigurðsson lýsingarhönnuður hjá Lisku mun halda erindi á ráðstefnunni og tala um það hvernig ljósvistin kemur inn í snjallborgarumræðuna. Guðjón mun varpa fram spurningum eins og hvaða tilgangi þjónar ljósastaurinn í snjallborginni, hvernig er hægt að persónumiða lýsingu borgarinnar með snjalllausnum og fleira.

Við hverjum alla sem hafa áhuga á að gera borgina okkar að betri stað að kíkja á ráðstefnuna en skráning fer fram hér

 

Mynd: www.snjallborgin.is

LAVA centre vinnur íslensku lýsingarverðlaunin!

Eftir | Uncategorized @is | Engar athugasemdir

Íslensku lýsingarverðlaunin voru afhent í í gær við hátíðlega athöfn á KEX hostel. Fjöldi glæsilegra lýsingarverðlauna voru tilnefnd en í ár voru flokkarnir fjórir: lýsingarhönnun innanhúss, lýsingarhönnun utanhúss, lampar og ljósabúnaður og opinn flokkur.

Við erum gríðarlega stolt að segja frá því að LAVA centre vann flokkinn lýsingarhönnun innanhúss! en fulltrúar frá Lisku, Gagarín og Basalt voru á staðnum til að taka við viðurkenningu. Einnig vann Marcos Zotes, arkitekt hjá Basalt flokkinn lampar og ljósabúnaður fyrir eldfjallalampann sem príðir anddyri LAVA. Aðrir vinningshafar voru EFLA fyrir Raufarhólshelli í flokknum lýsingarhönnun utanhúss og Verkís fyrir sýninguna Borgarvera í opnum flokki.

Við óskum öllum vinningshöfum innilega til hamingju með árangurinn og hvetjum alla enn og aftur til að fara og skoða LAVA sýninguna, sjón er sögu ríkari.

Einnig viljum við þakka ljóstæknifélaginu fyrir flottan viðburð!

 

  

Myndir frá sýningarrými LAVA

      

Fyrsta mynd vinstri: Marcos Zotes (Basalt), Samúel Hörðdal Jónasson (Gagarín) og Guðjón L. Sigurðsson (Liska)

Önnur mynd: Marcos Zotes vann í tveimur flokkum

Þriðja mynd: Darío Gustavo Nunez Salazar (Verkís) og Anna María Bogadóttir

Fjórða mynd: Ágúst Gunnlaugsson (EFLA)