Bláa Lónið tilnefnt til lýsingarverðlauna Lighting Magazine

Eftir | Uncategorized @is | Engar athugasemdir

Bláa lónið eða The retreat at Blue Lagoon hefur verið tilnefnt til lýsingarverðlauna tímaritsins Lighting Magazine en á hverju ári heldur tímaritið veglega verðlaunaafhendingu þar sem veitt er verðlaun fyrir lýsingarhönnunarverkefni í alls 17 flokkum.

Flokkurinn sem Bláa Lónið er tilnefnt til heitir Hotel project of the year en hér má sjá allar tilnefningarnar.

Verkefnið var unnið af starfsmönnum Lisku í samstarfi við Basalt arkitekta og Design Group Italia

    

Myndir: Iguzzini

 

Bláa Lónið í nýjum Iguzzini bækling

Eftir | Uncategorized @is | Engar athugasemdir

Nýlega kom út veglegur bæklingur frá ítalska lampaframleiðandanum Iguzzini. Í bæklingnum má sjá myndir af nýja fimm stjörnu hóteli Bláa Lónsins, sem opnaði síðasta vor, þar sem lýsingu þess er gert hátt undir höfði. Það voru starfsmenn Lisku sem hönnuðu lýsingu hótelsins en hér má finna bæklinginn í heild sinni.

 

Myndir: https://www.iguzzini.com/downloads/

Bláa lónið, the Retreat og Veröld, hús Vigdísar hljóta hönnunartilnefningar og verðlaun

Eftir | Uncategorized @is | Engar athugasemdir

Nýlega bárust fréttir af tilnefningum til Mies van der Rohe verðlaunanna sem eru ein af virtustu verðlunum á sviði arkitektúrs í Evrópu. Meðal þeirra sem tilnefndir eru eru Basalt arkitektar fyrir Bláa lónið, the Retreat og Andrúm fyrir Veröld, hús Vigdísar.

Einnig hlutu Basalt arkitektar hönnunarverðlaun Íslands fyrr í þessum mánuði fyrir framlag sitt til baðmenningar hér á landi.

Við hjá Lisku erum stolt af því að vera hluti af hönnunarteymi þessara verkefna en lýsingarhönnunin í Bláa lóninu var unnin af starfsmönnum Lisku á vegum Verkís og lýsingar- og raflagnahönnunin var unnin af starfsmönnum Lisku á vegum Verkís í Veröld, húsi Vigdísar.

Við óskum Basalt og Andrúm innilega til hamingju með þessar tilnefningar og verðlaun en það verður spennandi að sjá niðurstöðurnar úr Mies van der rohe verðlaununm í Apríl 2019

Mynd fengin frá Basalt arkitektar

Mynd fengin frá Andrúm

 

LAVA tilnefnt til Norrænu lýsingarverðlaunanna!

Eftir | Uncategorized @is | Engar athugasemdir

Á aðalfundi ljóstæknifélagsins þann 8.maí kom fram hvaða tvö verkefni eru tilnefnd til Norrænu lýsingarverðlaunanna, fyrir hönd Íslands, sem haldin verða í Helsinki þann 12.September næstkomandi. Við hjá Lisku erum stolt að segja frá því að LAVA er annað þessara verkefna og óskum við öllu lýsingarteyminu til hamingju en verkefnið var unnið í samstarfi við Basalt arkitekta og Gagarín.

Einnig var Raufarhólshellir tilnefnt og óskum við lýsingarteyminu hjá Eflu innilega til hamingju með tilnefninguna.

Hér má lesa meira um málið