Verkefnið Freyjugarður er eitt af 9 verkefnum sem hlutu verðlaun í flokki lýsingarverkefna í landslagsarkitektúr í hinum árlegu LIT lýsingarverðlaunum. Landslagsarkitektar verkefnisins, Landmótun, og allir aðrir sem komið hafa að verkefninu mega vera stoltir að árangrinum. Við erum það svo sannarlega! Nánar er fjallað um verkefnið á verkefnavefnum okkar, hér.
Verkefnið er í hópi glæsilegra verkefna og óskum við öllum sigurvegurum LIT innilega til hamingju með árangurinn. Lesa má um sigurvegara allra flokka, hér. Alls voru innsend verkefni rúmlega 800 talsins frá 58 löndum.
Vinningshafar eru valdir af 35 manna dómnefnd sem hafa mismunandi bakgrunn tengt lýsingargeiranum.
Þetta stendur um verðlaunin á heimasíðu LIT:
“The LIT Lighting Design Awards takes pride in acknowledging the outstanding contributions of some of the industry's most brilliant minds.
After a multi-round of votes, the jury members select the winners in professional and student categories. The judges evaluate each project based on their own merit; rewarding the most pioneering and ground-breaking lighting designs and selecting those standing out. The winners serve as a testament to their unwavering commitment to pushing the boundaries of design, presenting innovative solutions, and embracing sustainability practices with passion."
Comments