top of page
Search
  • Writer's pictureLiska ehf.

Norræn lýsingarhönnun í Darc Magazine

Fyrsta tölublað Darc magazine (Decorative lighting in architecture) kom út nú á dögunum. Síðustu tölublöð hafa fjallað um áhrif hnattstöðu og menningu á lýsingarhönnun og í þessu tölublaði er fjallað um Norðurlöndin. Í kaflanum, sem nefnist Market Report: The Nordics, birtast greinar eftir lýsingarhönnuði frá Norðurlöndunum og er Kristján Kirstjánsson, lýsingarhönnuður hjá Lisku þar á meðal.


Almennt eru norrænir lýsingarhönnuðir á sama máli þegar kemur að lýsingu á þeirra heimaslóðum en Norðurlöndin eiga það sameiginlegt að búa við miklar breytingar í náttúrulegri birtu. Í ákveðnum mánuðum ríkir myrkur stóran hluta dagsins en þrátt fyrir það sækjast norðurlandabúar eftir lágu birtustigi í híbýlum sínum. Norræn lýsingarhönnun tekur mið af minimalískum stíl að miklu leiti en þó er hann mun hlýrri en minimalíski stíllinn sem þekktur er fyrir kaldari tóna. Þá er kertaljósið áberandi á norðurslóðum og jafnvel má segja að það sé aðalljósgjafi okkar íslendinga.


Við hvetjum alla til að kíkja á þessar greinar en hér má finna tímaritið í heild og er greinin eftir Kristján á blaðsíðu 89.
72 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


Commenting has been turned off.
bottom of page