top of page

Bjart fram undan

liska / chromaticity

nafnorð / noun
Liska: Litgæði ljóss

Chromaticity: Property of colour stimulus defined by chromaticity coordinates, or by its dominant or complementary wavelength and purity taken together.

Teymið

Liska er í grunninn raflagna- og lýsingarhönnunarfyrirtæki með yfir 30 ára víðtæka reynslu í lýsingar- og raflagnahönnun bygginga, gatna og svæða. Liska býður upp á persónulega þjónustu með heildstæðum lausnum þar sem mannleg nálgun er ávallt höfð að leiðarljósi.

 

Hjá fyrirtækinu starfa einstaklingar með ólíkan bakgrunn en brennandi áhuga og metnað fyrir ljósvist. Bakgrunnur starfsmanna Lisku er m.a. í arkitektúr, byggingaverkfræði, lýsingarhönnun, raflagnahönnun, rafmagnsverkfræði og tækniteiknun.

 

Saman myndar Liska sterka heild með sérfræðikunnáttu á ýmsum sviðum. 

_8100077.jpg

Þjónusta

Hjá Lisku er það markmið að ná fram því besta í ljósvistinni og gæta þess að samspil náttúrulegrar lýsingar og rafmagnslýsingar sé eins gott og mögulega hægt er fyrir notendur.

 

Liska leggur upp með persónumiðaða lýsingu (e. human centric lighting) í sinni hönnun sen gengur út á að setja manneskjuna í fyrsta sæti og taka tillit til lífræðilegra þátta sem og upplifun notenda.

Meðal þeirrar þjónustu sem Liska veitir er:

- Ljósvistarhönnun

- Raflagnahönnun

- Dagsbirtu- og rýmisgreiningar

- Sýningarlýsing

- Stýringar

- Renderingar

- Stefnumótun

Hafðu samband til að læra meira um þjónustu Lisku!

Verkefni

Reynsla Lisku nær yfir fjölbreytta tegund verkefna og má þar á meðal annars nefna verkefni í götulýsingu, skipulagi, skrifstofum, hótelum, verslunarhúsnæði, sjúkrahúsum, skólum, landslagi, sýningum, kirkjum, sundlaugum, íþróttamannvirkjum, íbúðarhúsnæðum og svo mætti lengi áfram telja.

_8100982.jpg

Viðurkenningar

Liska ehf. setur markið hátt í öllum verkefnum og hefur fyrir vikið hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar á alþjóðavísu ásamt samstarfsaðilum sínum. Dæmi um verðlaun eru "IES Illumination Awards", "Íslensku lýsingarverðlaunin", "Darc awards", "German Design awards", "LIT awards", og fleiri.

2024-01-18 14_12_01-Clipboard_edit.png
DISTINCTION_INTERIOR LIGHTING (1).png
EXCELLENCE_OUTDOOR (1).png
Winner.png
LIT-Design-Awards-2022-HM.png
shortlisted.png
darcawards19_logo.jpg
GDA20_HO_WINNER_RGB_NG.png
if_designaward2020_red_l_rgb.jpg
ÍLV202_Merki-með-texta.png
A_Winner2019-black.png
_8100925.jpg

Fréttir

HAFA SAMBAND

Hafðu samband / Contact

Ármúli 24

108 Reykjavík

Ísland

 

Tel: +354 416 0600

email: liska@liska.is

  • Facebook
  • Instagram
  • LinkedIn
bottom of page