top of page
Search
  • Writer's pictureLiska ehf.

Verkefni Lisku hljóta 2. og 3. sæti í Darc Awards!

Darc Awards verðlaunin voru haldin við hátíðlega jólaathöfn í London síðasta fimmtudag. Starfsmenn Lisku áttu þar þrjú verkefni sem voru tilnefnd og hafnaði The Retreat at the Blue Lagoon í 3.sæti í flokknum Places: High Budget og Sole Luna í 2.sæti í flokknum Kit: Interior. Þá var einnig verkefnið Organs sem Kristján, lýsingarhönnuður hjá Lisku, hannaði tilnefnt í flokknum Art: Low Budget.

Bæði The Retreat at the Blue Lagoon og Sole Luna voru unnin í samstarfi við Basalt arkitekta og Design Group Italia og var Sole Luna lampinn, sem staðsettur er í svítum The Retreat, einnig hannaður í samstarfi við lampaframleiðandann Iguzzini.


Við erum yfir okkur stolt af þessum árangri en Darc Awards verðlaunin eru haldin árlega og eru það arc og darc tímaritin sem standa að verðlaununum í samstarfi við Light Collective.


Í ár var fjöldinn allur af glæsilegum verkefnum sendur inn en þess má geta að verkefnið Under í Noregi sem hannað er af ÅF Lighting og arkitektastofunni Snøhetta vann 1.verðlaunin í flokknum Places: High Budget. Hér má sjá allar tilnefningarnar.
27 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


Commenting has been turned off.
bottom of page